Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 22
20
ÚRVAL
aðeins um einn stað að ræða, það-
an sem hægt væri að hæfa óvinina.
Það var sylla ein á norðausturvegg
klettsins, og virtist hún algerlega
ókleif. „Hvernig komumst við upp
á þessa syllu?“ spurði hann í ör-
væntingu.
„Með því að grafa jarðgöng,“
svaraði Ince yfirliðþjálfi. Og á
þessari stundu leit verkfræðideild
hersins dagsins ljós. Þetta var upp-
hafið að hinu risavaxna jarðgangna-
neti, sem liggur nú um Klettinn
þveran og endilangan. Þetta var
stórkostleg hugmynd og útfærsla
hennar snilldarleg. Þarna var um að
ræða nokkurs konar göngubrautir,
sem höggnar voru inn í Klettinn,
nálægt yfirborðinu. Og með vissu
millibili voru fallbyssuskotop, sem
opnuðust út í bergið. Nú ganga
skemmtiferðamenn sér til skemmt-
unar um göng þessi, og frá skotop-
unum er dásamlegt útsýni. En það
hvílir enn leynd yfir hinni ótrúlegu
jarðgangnaborg sem grafin var inn
í klettinn í síðari heimsstyrjöldinni.
Bretland var hrætt um, að það
gæti orðið um annað mikið umsát-
ur að ræða þar, ef Möndulveldunum
tækist að draga saman nægilegan
flota til þess að setjast um Klett-
inn og halda uppi skothríð á hann
um lengri tíma. Þess vegna ákvað
Bretland árið 1940, að grafið skyldi
enn lengra inn í Klettinn.
Sprengt var fyrir göngum sem
voru samtals 30 mílna löng, sem er
meiri vegalengd en samanlögð lengd
allra vega uppi á yfirborði gervalls
Klettsins. í þessum hellum voru svo
byggð sjúkrahús, herskálar, afl-
stöðvar, hergagnageymslur, vinnu-
stofur og fjarskiptastöðvar. Það var
einmitt frá miðstöð inni í einum af
þessum göngum, sem Eisenhower
stjórnaði landgöngunni í Norður
Afríku. Var þar líklega um að ræða
síðustu mikilvæga hernaðarhlutverk
Gibraltar á styrjaldartímum, því að
tilkoma kjarnorkualdarinnar hefur
dregið mjög úr hernaðarlegu mikil-
vægi Klettsins.
KLETTURINN „SETZTUR í
HELGAN STEIN“.
Þetta gamla kalksteinsljón liggur
nú bara fram á lappir sér og hvílir
sig undir geislum hinnar dýrlegu,
suðrænu sólar. í stað byssustæða
hafa íbúar Klettsins nú reist spila-
víti og glæsileg gistihús fyrir
skemmtiferðamenn. Nú er verið að
rífa burt gaddavírsgirðingar á stöð-
um. sem óbreyttum borgurum hefur
hingað til verið meinaður aðgangur
að. Stærsti hellir klettsins, glæsileg
hvelfing í gotneskum stíl, 70 fet á
hæð með inngöngudyrum í þúsund
feta hæð yfir sjávarmáli, er nú not-
aður sem hljómleikahöll.
En samt eru hafðar gætur með
mjóa eiðinu, sem tengir Klettinn við
spænska meiginlandið. Spánn hefur
undanfarið krafizt þess æ ofan í æ,
að Bretar sleppi öllu tilkalli til Gi-
braltar, og viðskiptabann Spánar
gagnvart Klettinum hefur haft al-
varlegar afleiðingar fyrir efnahags-
líf nýlendunnar.
„Hvaða rétt hafa Bretar til þess
að vera hér?“ spurði spænskur
stúdent mig reiðilega í San Roque,
bæ einum, sem er um 5 mílna veg
frá Gibraltar, en íbúar bæjar þess
skoða sig enn sem fullgilda íbúa