Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 82

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 82
80 ÚRVAL að þú værir dauður,“ sagði Frede- rico, „voru vinir þínir hérna mjög sorgmæddir. Adriana bað mig um að fara með sig til Kúbu, svo að hún gæti brennt finkukofann þinn þar, svo að enginn mundi nokkru sinni framar sofa í rúmirlu þínu, sitja í stólnum þínum né fara upp í hvíta turninn þinn. Henni var full alvara, þegar hún sagðist líka ætla að eyðileggja sundlaugina. Vesal- ings, fjárans, blessuð stúlkan.11 „Ég er ekki búinn að segja Hotch það enn þá,“ sagði Ernest, „en við ætlum í kvöldmat til hallar Adri- önu við Miklasíki núna í kvöld. Það virðist sem eiginmaður systur henn- ar, en hann er liðsforingi í ítalska flotanum, starfi nú með bandarískri flotadeild í Norfolk í Virginíu, en þar hafa tekizt ástir miklar með honum og hamborgaranum. Hans er von hingað í næstu viku, og nú hefur fólkið á heimili Adriönu miklar áhyggjur vegna algerrar fá- fræði, hvað hamborgarann snertir. Til mín hefur verið leitað til þess að halda sýnikennslu í efnasamsetningu og sköpun hamborgarans, en fyrst Hotch er kominn, fel ég honum þetta ábyrgðarstarf.“ Eftir að Frederico var farinn, sagði Ernest: „þetta er skrambi fínn náungi, ítalir eru dásamlegt fólk. Það hafa sjálfsagt engir feng- ið eins slæma útreið hjá blöðunum og þeir.“ „Mér þykir fjári gam'an að vera kominn hingað aftur. Mér hefur aldrei þótt eins gaman neins stað- ar fyrr eða síðar og í förinni okk- ar hingað árið 1949,“ sagði ég. „Örvæntu ekki,“ sagði Ernest. „Það er meira blóð eftir í kúnni.“ Ernest treysti því skilyrðislaust, að á skemmtilegheitum yrði aldrei neitt lát. Þessi skoðun hans grund- vallaðist á mjög agaðri afstöðu hans til tíma þess, sem hann hafði til umráða, hverrar viku, hvers dags, hverrar stundar. Sérhver dagur var ný hvatning til þess að njóta lífs- ins, og hann skipuplagði daginn eins og hershöfðingi skipuleggur hernaðaraðgerðir. Það þýddi samt ekki, að allt væri óumbreytanlegt. Tveir dagar í París urðu oft að tveim mánuðum, eins og ég hafði komizt að mér til mikillar ánægju árið 1949. En sérhver Parísardag- ur var skipulagður vandlega í smá- atriðum, áður en hann hófst eða í dögun í allra síðasta lagi. Eitt sinn hafði Ernest sagt við mig þessi orð: „Þegar maður er í París, þá lætur maður ekkert vera undir tilviljun komið nema þjóðhappdrættið." Og dag þennan í Feneyjum stuðl- aði Ernest að því að venju, að eitt- hvað gerðist. Á áætlun hans var m.a. heimsókn til gimsteinasalans, sem hann skipti við, Cogdognato & Company, en þar ætlaði hann að líta á nokkra smaragða. Síðan átti að skreppa inn á Harry’s Bar til þess að hitta Cirpriani, gamlan vin, þ.e. hinn framkvæmdasama ítala, sem er sami maður og Harry. Hjá Harry áttum við að ná í 10 punda dós af bélugakavíar, sem við áttum svo að hafa með okkur í hamborgara- kvöldverðinn. „Við getum ekki étið óblandaðan hamborgara í Renais- sancehöll við Miklasíki,“ sagði Ernest. „Kavíarinn dregur úr hin- um óæskilegu áhrifum.“ Eftir við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.