Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 96

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 96
94 ÚRVAL fá Ernest til þess að fara þangað vegna einhvers líkamlegs kvilla og dulbúa þannig hans raunverulega kvilla. Því stakk dr. Renown upp á Mayosjúkrahúsinu í Rochester í Minnesota. Vernon skýrði frá því, að Ernest hefði brugðizt við upp- lýsingunum um hækkaðan blóð- þrýsting á einmitt þann hátt, sem hann hafði gert ráð fyrir. Hann hafði sem sé orðið óttasleginn. Og Vern- on sagðist álíta, að honum mundi takast að fá Ernest til þess að fara til Mayosjúkrahússins undir því yfirskini, að þar ættu að fara fram ýtarlegri blóðþrýstingsprófanir og síðan skyldi hann undirgangast sérstaka meðhöndlun þar. Þann 30. nóvember iagðist Ernest svo inn í Mayosjúkrahúsið. Hann var innritaður undir nafni Veíinons Lords og fékk herbergi í St. Mary’s sjúkrahúsinu. Mér til mikillar undrunar var hann útskrifaður af Mayosjúkra- húsinu þ. 22. janúar eða níu dögum eftir að ég hafði heimsótt hann þar. Hann hringdi í mig í Hollywood til þess að skýra mér frá því, hversu glaður hann væri yfir því að vera kominn aftur heim til Ketehum og vinnu sinnar. Hann sagðist hafa farið á veiðar strax daginn eftir heimkomuna og það héngju nú 8 stokkendur og 2 urtendur uppi yf- ir eldiviðarhrúgunni fyrir utan eldhúsgluggann. Hann virtist hress og í bezta skapi. Þgar ég lagði heyrnartækið frá mér, fann ég til léttis vegna þess, að nú virtist hann hafa losnað úr fangelsi sínu og vera kominn aftur í þann sess, sem var hans eini og rétti sess. En ég fann samt til mjög ákafs kvíða, þegar ég minntist samtalsins, sem við höfðum átt á göngu okkar í Ketchum. Nokkrum dögum síðar ákvað Ernest að samþykkja tilboð það, sem kvikmyndafélagið Twentieth Century-Fox hafði svo oft gert honum og fjallaði um réttinn til þess að kvikmynda sögur hans um Nick Adams. í bréfum sínum og símtölum í febrúar var hann gagn- orður og kom sér að efninu án út- úrdúra. Við töluðum saman í síma vikulega. Hann lét aðeins í ljós kvíða vegna líkamsþunga síns, en hann var nú kominn niður í 153 pund, og áleit hann þann þunga allt of lágan til þess að hann gæti unnið og lifað af sama krafti fram- vegis sem hingað til. Hann áleit, að hann yrði að slá eitthvað af núna. Ég hvatti hann til þess að reyna að bæta við sig nokkrum pundum, en hann neitaði alveg að bæta einni hitaeiningu við það stranga matarræði, sem læknar hans höfðu fyrirskipað honum. Ernest skoðaði mataræðisuppskrift- ina sem hernaðarlega skipun, og ég efast um, að læknarnir hafi nokk- urn tíma haft sjúkling, sem fór svo nákvæmlega eftir fyrirmælum þeirra. Um mánaðamótin febrúar og marz fór rithöndin á bréfum Ern- ests að breytast aftur, og sama var að segja um innihald þeirra. Rit- höndin varð óskaplega þvinguð, Stafirnir samanklemmdir og svo smáir og þéttir, að það var erfitt að lesa orðin. Og nú fór að bera meira á kvörtunum í bréfum hans,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.