Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 29
HANN JÁTVARÐUR FRÆNDI
27
sagði hann við mig, „ég mátti til með
að koma hingað til þess að fylgja
honum til grafar.“ Þá mundi ég eft-
ir því að forsætisráðherrann var
látinn, og ég gerði mér grein fyrir
því, að þessi djúpa samúð J.F. hafði
aflað honum ókeypis fars til Aust-
urhéraðanna.
Og þetta var í síðasta sinn, sem
ég hitti J.F. Ég sá hann aldrei eftir
þetta. Einhver greiddi fyrir hann
farið heim til Englands aftur. Og
þar fékk hann um 2 sterlingspund
á viku úr einhverjum fjölskyldu-
sjóði. Og á þessu lifði hann í af-
skekktu þorpi í Worcesterhire á
eins virðulegan hátt og unnt var,
þegar tekið er tillit til þessara lítil-
mótlegu tekna. Ég frétti það svo
síðar, að hann hefði sagt þorpsbúum,
að það væri óvíst, hversu lengi hann
mundi dveljast þarna í þorpinu, því
að það væri mjög undir því komið,
hvað gerðist í Kína. En það gerðist
bara ekkert í Kína. Og þarna dvaldi
hann árum saman, og kannske
hefði hann endað ævi sína þar, ef
einkennileg tiviljun hefði ekki grip-
ið í taumana. Það má segja, að það
hafi á vissan hátt verið nokkurs
konar réttlæti, sem tók í tumana og
og tryggði honum ævikvöld sólar-
megin í lífinu.
f þessum hluta Englands. sem ætt-
in okkar er ættuð frá, var forn
munkaregla, sem átti aldargamalt
klaustur og aðrar niðurníddar eign-
ir. J.F. beindi nú sókn sinni að reglu-
bræðrum, þar eð þeir litu út fyrir
að vera vel viðráðanleg fórnardýr.
Hann lét það líta þannig út sem
hann væri að leita hvíldar og næð-
is í guðrækilegum félagsskap þeirra.
En auk guðrækilegra iðkana gaf
hann sér samt tíma til að glugga í
fjármál reglubræðranna. Og með
hjálp síns góða hauss uppgötvaði
hann brátt, að reglubræður áttu í
fórum sínum gamla kröfu á hend-
ur stjórnarvöldunum. Hún nam
hárri upphæð og var algerlega óve-
fengjanleg. Og J.F. var kominn til
viðeigandi stjórnarskrifstofa í
Lundúnum innan skamms sem full-
trúi reglubræðra. Og það var auð-
veldára að meðhöndla brezku stjórn-
arembættismennina en gistihúsaeig-
endur vestur í Ontariofylki.
Reglubræðurnir fengu stóra fjár-
fúígu í sínar hendur. í þakklætis-
skyni buðu þeir J.F. stöðu sem fram-
kvæmdastjóra reglunnar. Og því
settist hann að hjá þeim og lifði nú
brátt við allsnægtir, áhyggjulaus
um ellina. Og árin liðu.fljótt í æva-
fornum blóma- og aldingörðum og
innan um fiskitjarnir frá krossferða-
tímunum.
Síðar skrifaði hann mér bréf, þeg-
ar ég kom til Lundúna til þess að
halda þar fyrirlestra. „Skrepptu til
mín,“ skrifaði hann. „Nú er ég orð-
inn of gamall til þess að ferðast,
en ég skal senda bílstjóra með bíl
til þess að sækja þig og tvo vinnu-
munka honum til aðstoðar.“ Mér
fannst, að þessi viðbót, „og tvo
vinnumunka honum til aðstoðar."
væri einmitt í hinum dæmigerða
J.F. stíl. En ég gat ekki farið. Hann
lauk ævi sinni í klaustrinu, og til
hans barst aldrei neitt símskeyti,
sem kallaði hann burt/ til Vestur-
Afríku.
Sé einhvers konar Paradís til, er
ég viss um, að hann mun komast