Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 103

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 103
PAPA HEMINGWAY 101 „En hvers vegna er þessu öðru vísi farið einmitt núna? Má ég nefna visst atriði? Árið 1938 skrifaðirðu formála að smásög- unum þínum. í lok hans sagðirðu, að þú vonaðist til að mega lifa nógu lengi til þess að skrifa þrjár skáld- sögur í viðbót og 25 smásögur. Slíkt var markið, sem þú kepptir að, Jæja þá, „Hverjum klukkan glyrnur", „Yfir ána og inn í skóg- inn“, og „Gamli maðurinn og haf- ið“, svo að ekki sé minnzt á óút- gefnu handritin. Og smásögurnar eru orðnar fleiri en 25, að viðbættri bókinni um Parísardagana. Þú hef- ur staðið við sáttmálann, sáttmál- ann, sem þú gerðir við sjálfan þig, þann eina, sem gildi hefur. Hvers vegna í ósköpunum geturðu ekki látið þetta nægja. „Af því að, sko, það skiptir engu máli, þótt ég skrifi ekki í heilan dag eða heilt ár eða tíu ár, svo framarlega sem sú vitund býr innra með mér, að ég geti skrifað. En heill dagur án slíkrar vitundar eða fullvissu .... er sem heil ei- lífð.“ „En hvers vegna hættirðu þá bara ekki við skriftirnar fyrir fullt og allt? Hvers vegna hættirðu ekki störfum og sezt í helgan stein? Það veit guð, að þú átt það skilið.“ „Að hætta störfum? Hvernig í andskotanum getur rithöfundur hætt störfum? DiMaggio sló alla út, og sama gerði Ted Williams. Og svo einhvern daginn, einhvern sérstaklega góðan dag, þegar þeir fundu, að góðu dögunum var farið að fækka, hengdu þeir upp skóna sína og hættu. Sama gerði Rocky Marciano. Þannig á meistari ein- mitt að hætta. Líkt og Antonio. Meistari getur ekki hætt á sama hátt og hver sem er.“ „Þú ert þegar búinn að koma all- mörgum bókum frá þér . .“ „Rétt. Ég hef skrifað 6 bækur, sem hafa sigrað. Það dugar mér sem ævistarf. En rithöfundur hætt- ir ekki störfum á sama hátt og baseballleikari, hnefaleikari eða nautabani. Enginn tekur því sem góðri og gildri vöru, að lappirnar hans séu alveg búnar að vera eða viðbrögðin séu orðin máttleysis- leg. Hvar sem hann fer heyrir hann sömu andskotans spurninguna ..... að hverju ertu að vinna núna?“ ,.En hverjum er ekki sama um spurningar? Þú hefur alltaf látið þér á sama standa um þessi einskis verðu málbönd. Hvers vegna leyf- irðu okkur ekki að hjálpa þér. Mary mun fara með þér hvert sem þú vilt, gera hvað sem þig langar til að gera. Lokaðu hana ekki úti. Það særir hana svo mikið.“ „Mary er dásamleg. Alltaf og núna. Dásamleg. Hún hefur verið svo fjári hugrökk og góð og indæl. Hún er það eina, sem er enn eftir til þess að gleðjast yfir. Ég elska hana. Ég elska hana raunverulega.“ Ég fann tárin koma fram í augu mér og gat því ekki sagt neitt. Ern- est horfði ekki á mig. Hann virti fyrir sér lítinn fugl, sem var að leita að æti í kjarrinu. „Þú manst, að ég sagði eitt sinn við þig, að hún gerði sér ekki grein fyrir því, að aðrir hefðu tilfinningar og gætu særzt. Ég hafði rangt fyrir mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.