Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 19
GÍBRALTAR, KLETTURINN HEIMSKUNNI
17
sem tengir hann við suðurströnd
Spánar.
„SKYNDIENSKA“
Gibraltar er nú eina brezka ný-
lendan í Evrópu, og þetta er vel-
megandi nýlenda. Ungt fólk ekur
þar um göturnar í brezkum sport-
bílum eða á skellinöðrum. Testofan
„Refar og hundar" er mjög vinsæll
tedrykkjustaður. Þar mætast frúrn-
ar í dýrum tweeddrögtum og masa
saman á spænsku um dætur sínar,
sem nú dvelja í Lundúnum. Og svo
breyta þær um mál og fara að tala
,,skyndiensku“, þegar enskt vina-
fólk þeirra kemur á vettvang. Þarna
þekkjast allir, enda er þarna ekki
mikið olnbogarými. Þetta er hálf-
gerð furðuveröld. Manni dettur í
hug Undralandið hennar Lísu litlu.
„Halló, John,“ kallar kaupmaður
nokkur, sem stendur á skyrtunni í
búðardyrum sínum. Og ráðherrann,
sem fram hjá gengur á leið til vinnu
sinnar, tekur undir kveðjuna og
hrópar: „Buenas días (góðan dag-
inn)!“ og veifar um leið síðasta ein-
takinu af The Times, sem hann
hefur fengið í flugpósti.
Landstjórinn einn heldur sig í
nokkurri fjarlægð frá hinum venju-
legu íbúum nýlendunnar. Þegar
hann sezt að snæðingi á kvöldin,
liggja lyklarnir að Gibraltar alltaf
á borðinu fyrir framan hann. Þeir
eru úr járni og risavaxnir. Þegar um
opinbera gesti er að ræða, ber hafn-
arliðþjálfinn lyklana inn á flauels-
púða og tilkynnir landstjóranum, að
virkinu sé engin hætta búin. Og
þegar hann hefur gefið þá yfirlýs-
ingu, slaka allir viðstaddir á og fara
að borða.
Strax og maður stígur fæti sín-
um á jörð Gibraltar, finnur maður
til hinnar hæglætislegu og óraskan-
legu nærveru fortíðarinnar, og þetta
er snar þáttur í hinum yndislegu
töfrum þessa staðar. Á höfninni
liggja grá herskip fyrir festum. Á
kvöldin eru oft haldin samkvæmi á
þilfarinu. Þá er tjaldað yfir þilfar-
ið með segldúk og gestum boðið á
skipsfjöl. Herlúðrar eru þeyttir í
herskálum í fjarska, og háttsettir
embættismenn taka á móti manni í
skuggsælum herbergjum, þar sem
hátt er til lofts og gluggahlerar
byrgja sólina úti, en við hlið glugga-
hleranna getur að líta purpurarauða
bougainvilla.
Allt er þrungið litskrúði í Gi-
braltar, og furðulegar andstæður
mæta manni þar í hverju spori. Það
eru blómin, einkennisbúningarnir og
málningin á húsunum, sem skapa
þetta litskrúð. „Öll skrýtnu, litlu
strætin og bleiku og bláu og gulu
húsin,“ skrifaði James Joyce í bók
sinni „Ódysseifur" (Ulysses). Og
himinn og haf hjálpa einnig til þess
að skapa litskrúð þetta. Það er sem
maður ruglist dálítið í ríminu, er
maður stígur þar fyrst fæti sínum.
En þó er um samræmi að ræða. Yfir
öllu gnæfa hamrabeltin, og allt í
kringum mann hnipra sig lítil hús
í þyrpingum, og á milli þeirra bugð-
ast þröng stræti. Allt í bæ þessum
virðist vera í smækkaðri mynd, líkt
og hér gæti verið að líta bæ í Puta-
landi.
Við fyrstu sýn virðist sem marg-
ir heimar hafi skilið eftir brot af
sjálfum sér á stað þessum og að