Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 99
r
PAPA HEMINGWAY
næði til hurðarinnar. Don hljóp að
bakdyrunum og æddi inn í húsið.
Hann kom strax auga á Ernest, þar
sem hann stóð við byssugrindina
með byssu í hendinni, sem hann var
að hlaða. Don kastaði sér á hann
og slengdi honum flötum. Síðan
varð æðisgenginn bardagi milli
þeirra um byssuna. Vernon varð
að koma Don til hjálpar. Til allr-
ar hamingju hafði öryggislásinn
ekki verið opinn, svo það hljóp ekki
skot úr byssunni. Mary sagði, að
Ernest væri nú kominn til sjúkra-
hússins í Sólardal og hefði hann
fengið mjög sterka lyfjainngjqí
strax við komuna þangað.
Nú sagðist hann alls ekki vilja
fara aftur til Mayosjúkrahússins,
en Vernon hélt flugvélinni á flug-
brautinni í Sólardal í þeirri von,
að honum tækist að fá Ernest til
þess að skipta um skoðun.
Næsta morgun hringdi Mary og
sagði mér, að Ernest hefði skyndi-
lega samþykkt að fara og flugvél-
in væri nýlögð af stað til Rochester
með Ernest í fylgdþeirra Vernons og
Dons Andersons. Það var alveg á
mörkunum, að Mary tækist að hafa
stjórn á sér. Hún lofaði að láta
Vernon hringja í mig, strax og hann
kæmi aftur frá Rochester.
Það var komið fram yfir mið-
nætti, þegar síminn hringdi. Það
var Vernon. Hann sagði, að
hann hefði gefið Ernest stóran
lyfjaskammt, áður en þeir lögðu
af stað í flugferðina, en að Ernest
hefði neytt ýtrustu krafta til þess
að opna hurðina og stökkva út úr
flugvélinni, skömmu eftir að hún
var komin á loft. Þeir Don og
97
Vernon höfðu átt fullt í fangi með
að ná honum frá hurðinni. Vernou
hafði svo sprautað Ernest með stór-
um skammti af sodium amytal, og
brátt hafði hann orðið sljór og syfj-
aður.
Skömmu síðar kom fram vélar-
bilun, og því varð að lenda í
Casper í Wyoming. Þegar Ernest
gekk frá flugvélinni, hafði hann
reynt að ganga beint á flugvélar-
spaða, sem var enn í gangi, en
Don hélt í handlegg honum og
skellit sér á milli Ernests og flug-
vélarspaðans, en við það hafði
Ernest næstum ýtt Don á flugvél-
al'spaðann í ógáti.
Það hafði tekið nokkra klukku-
tíma að gera við flugvélina, en
Ernest hafði virzt rólegur, þangað
til þeir voru komnir af stað aftur.
Yfir Suður-Dakota lézt hann sofa,
og eftir að hafa látizt sofa í heil-
an klukkutíma, hafði hann gert
aðra tilraun til þess að stökkva út
úr flugvélinni.
Læknar við Mayosjúkrahúsið
biðu þeirra, þegar þeir lentu í
Rochester. Nú var Ernest orðinn
þægur og heilsaði læknunum sem
gömlum vinum. Það var tafarlaust
farið með hann til St. Marys sjúkra-
hússins, en þar var hann settur á
sérstaka öryggisdeild, þar sem hann
var undir stöðugu eftirliti og fylgzt
með hverri hans hreyfingu.
„Veiztu hvaða mánaðardagur
er?“ spurði ég Vernon.
„Sá tuttugasti og fimmti, er það
ekki?“
„Jú, þrír mánuðir, næstum alveg
upp á dag, síðan þeir útskrifuðu
hann.“