Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 21
GÍBRALTAR, KLETTURINN HEIMSKUNNI
garða. Helztur þeirra er Riffjall-
garðurinn í Marokkó. Hann er dökk-
blárri en sjálft hafið og lítur út
eins og risavaxin flóðbylgja, sem er
í þann veginn að brotna.
FJALL TARIKS.
Gibraltar hefur verið brezk . eign
í 260 ár, sem er þó tiltölulega stutt-
ur kafli í hinni löngu sögu virkis^
ins Gibraltar. Hernám klettsins
hófst með Fönikíumönnum, og síð-
an komu Grikkir til sögunnar, svo
Karþagómenn og síðan Rómverjar,
sem héldu honum í meira en 6 ald-
ir og héldu þaðan snemma á 5. öld
skömmu fyrir innrás „barbaranna".
Næst stigu svo Márar á land undir
forystu Tarik-ibn-Zeyads. Sá merk-
isatburður gerðist þ. 30 .apríl árið
711. Þar með hófust yfirráð Mára á
Spáni, en þau héldust í 800 ár og
höfðu þær afleiðingar, að það lá
við, að Vestur-Evrópa félli í hendur
þeim. Márarnir gáfu Klettinum
naín Tariks. Gibraltar er afbökun á
orðinu Gebel-Tarik . . Fjall Tariks.
Tarik varð fyrstur til þess að víg-
girða Klettinn. Hann byggði þar
stórhýsi ,sem var virki og höll í
senn. Enn gnæfa rústir þess yfir
borgina. Sex öldum síðar reyndu
Spánverjar fyrsta sinni að ná Klett-
inum úr höndum Mára. Eftir
grimmilega styrjöld ,sem stóð með
nokkrum hléum í 150 ár, tókst þeim
að ná virkinu undir forystu hertog-
ans af Medina-Sidonia. Hertoginn
sló eign sinni á Klettinn og lýsti yf-
ir því, að hann væri sín persónulega
eign, og nú hófust nýir bardagar,
sem stóðu, þangað til hann hafði
sitt fram. Hann hélt Klettinum svo
19
í 34 ár, en þá komst hann undir yf-
irráð spænsku krúnunnar.
Bretar komu þangað árið 1704,
fremur fyrir tilviljun en að yfir-
lögðu ráði. Þetta var í Spænska
erfðastríðinu. Sir George'Rooke að-
mírál hafði ekki tekizt að ná til
óvinanna vegna ódugnaðar og óá-
kveðni, sem virtist þá allsráðandi í
sameiginlegum flota Englendinga og
Höllendinga. Og því tók hann Gi-
braltar þess í stað. Og árið 1779, eða
75 árum síðar, gerði Spánn síðustu
tilraun sína til þess að ná Gibraltar
aftur með valdi.
Þar var um að ræða hið mikla um-
sátur, þann atburð í sögu Gibraltar,
sem mest reisn hvílir yfir. Með
geysiöflugri aðstoð Frakka reyndu
Spánverjar að svelta íbúa Gibralt-
ar til uppgjafar og létu skothríðina
dynja á Klettinum í meira en hálft
fiórða ár. Bretum tókst nokkrum
sinnum að koma birgðum til virk-
isins, en samt ríkti þar mikill skort-
ur. Þar geisaði skyrbjúgur og her-
menn voru á verði með byssustingi
á lofti, þegar brauðskammtinum var
úthlutað. Undir lok umsátursins
skaut brezkt lið rauðglóandi fall-
byssukúlum að öflugum flota
Frakka og Spánveria og tókst þann-
ig að kvqikja í honum.
RISAVAXIÐ JARÐGANGNA-
KERFI.
Minnisverðasti atburður, sem
gerðist, meðan á umsátrinu stóð,
var allfurðulegur. Ovinirnir komust
svo nálægt Klettinum, að það var
ómögulegt að skjóta niður til þeirra.
Sir George Eliott hershöfðingi, land-
stjóri nýlendunnar, sá, að það var