Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 55

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 55
SJÓNBRAGÐALISTIN OG AUGAÐ 53 og er þá hægt að taka þennan geisla upp á kvikmyndafilmu eða því um líkt. Jafnvel þegar tilraunarmaður- inn heldur sjálfur að hann horfi fast á sama blettinn, sýnir það sig að augað færist smám saman úr brennidepilsstöðu, og það heldur á tvo vegu en einn: önnur hreyfingin er hæg og reglubundin, hin er snögg- ir, misjafnir rykkir. Þessar hreyf- ingar eru reyndar nauðsynlegur þáttur í sjónskynjuninni. Ef sjón- inni væri beint tilbrigðalaust að kyrrum hlut, mundi mynd hans á nethimnunni fljótlega mást. Ef sýn á að haldast óbreytt verður hún að vera á sífelldri hreyfingu á net- himnunni. Þegar maður horfir á mynd, þá rennir hann augunum óafvitandi frá einu til annars unz hann fer að tengja myndina saman í heild, en það er ekki svo að hann taki við öllu í einu. Við hvern rykk og til- færslu augans kemur dálítill hluti myndarinnar á næmasta blett net- himnunnar (gula blettinn), þar sem hinar ljósnæmu frumur nethimnunn- ar eru þéttari en annarsstaðar, en þar er sjónin skarpari en þar sem þær standa strjálla. Þegar hand- leggur manns er útréttur svarar þumalfingursnöglin nokkurnveginn til næma blettsins, og sýnir það hve lítið svæði það er sem augað sér glöggt í einu. Það eru líka rykkir augans sem gera okkur unnt að skynja lagið á beinum strikum og útlínum. Þegar auganu er rennt eft- ir beinni línu, koma partar hennar fram á sömu ljósnæmu frumunum í auganu, en þegar hún brotnar eða breytir um stefnu verða aðrar frum- ur fyrir áhrifum. Enda þótt eftirskynjun geti, þeg- ar sérstaklega stendur á, haldizt klukkutímum saman, er það venju- legast ekki nema nokkrar sekúndur, en vegna augnarykkjanna koma fram greinilegar myndir á nethimn- unni. En hefði augað þess í stað hreyfzt hægt og leitandi, þá hefði aðeins komið fram þokumynd — og myndin nr. 1 hefði ekki sýnzt fara að snúast, eins og skoðandanum — yður sjálfum! — sýnist nú. Lítið á miðdepill myndarinnar og sjáið hvernig það er eins og pílárar á hjóli fari að snúast um hann. Þetta er af því að sjónmyndirnar og eft- irskynjanirnar standast ekki á, og að okkur sýnast hlutar úr hringn- um, sem ganga á misvíxl, tengjast í geisla sem ganga út frá miðju. Eftir því sem hinir sérfróðu segja, hafa skynfæri okkar og það tauga- kerfi sem á að vinna úr þeirri til- hneigingu til að einfalda skynáhrif- in á og raða niður á sérstakan hátt, og þó að við reynum vitandi vits að vinna á móti þessu, þá gætti þess engu að síður. Reynið sjálfir með myndinni af pílárunum, sem sýnast snúast, án þess að þeir séu nokkrir til. Þessi mynd og aðr- ar hér eru teknar úr því safni sjón- bragðamynda, sem sýndar voru í Nútímalistarsafninu í New York í fyrra. Alþekkt er hið svonefnda „litför- ótta“-mynztur, en það kemur í Ijós m.a. ef þéttstrikað er á gler eða gagnsætt plast, og mynda þá strikin og skuggar þeirra á undirlaginu þessi sérstöku mynztur. Þetta „lit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.