Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
inn í hana fyrir kraft síns óbugandi
baráttuvilja. Við hlið Paradísar mun
hann segja: „Pétur? Nú, þér hljótið
þá að vera skyldur honum Pétri lá-
varði í Tichfield?“ En dugi slíkt
ekki, „megi þá moldin liggja létti-
lega ofan á honum“, eins og Spán-
verjar orða það svo vel.
Á LABBI
Fyrir þrem árum stofnaði Georg von Opel, þýzkur iðnjöfur og
forseti þýzka Olympíufélagsins, „Göngusjóð" og bauð hverjum þeim
Þjóðverja verðlaun, sem færi í reglubundnar gönguferðir, sem stæðu
yfir í a.m.k. eina klukkustund. Var þar um að ræða lítil skólikön
úr gulli, silfri eða bronsi. Sjóðurinn útbýtir lítilli vasabók, sem hægt
er að skrá í tímalengd gönguferðar hvers dags. Fyrir samtals 100
klukkutíma gönguferðir á 12 mánaða tímabili er veittur litill brons-
skór, en sé um 200 klukkustundir að ræða, er skórinn úr silfri, en
fyrir samtals 300 klukkustunda gönguferðir er skórinn úr gulli. Á
minna en ári komst fjöldi göngugarpanna upp í 25.000. Sá yngsti er
6 ára gamall og sá elzti 92, en sá hinn sami hefur skæðan keppinaut
þar sem hinn níræði dr. Adenauer er.
Deutsch Zeitung, Stuttgart
ÓGLEYMANLEGT KVÖLD
Sunnudagskvöld nokkurt árið 1921 voru þau Austen Chamberlain
og frú í kvöldverðarboði hjá frú Ronnie Greville, ríkri og gestrisinni,
en mjög hreinskilinni frú. Chamberlain var þá formaður Ihaldsflokks-
ins. Maturinn var góður, og vínið var mjög vel valið. Það var aðeins
eitt að. Þjónninn var augsýnilega drukkinn.
Frú Greville vildi mjög gjarnan komast hjá hneyksli og skrifaði
því í flýti á miða orð þessi: „Þér eruð drukkinn, yfirgefið stofuna taf-
arlaust.“Og svo fékk hún þjóninum miðann. Hann leit snöggvast á
miðann, lagði hann svo varlega á silfurbakka og reikaði fyrir end-
ann á borðinu og að stól Austens Chamberlains. Þar hneigði hann sig
og afhenti Chamberlain miðann.
Beaverbrook lávarður
Lady Bird Johnson forsetafrú snýr sér alveg umbúðalaust að vanda-
málum mataræðis, offitu og megrunar. Hún hefur sem sé sett upp
skilti í eldhúsinu í Hvíta Húsinu, og á skiltinu getur að líta eftirfarandi
fyrirskipun: „Gjörið svo vel að bjóða forsetanum ekki neina viðbót,
nema hann biðji um hana.“ Don Hawh