Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 15

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 15
ÞEGAR BIRNIRNIR LEGGJAST í VETRARDVALA 13 haust, þegar Frank var að höggva við í eldinn, tók hann skyndilega eftir því, að það kólnaði óvenjulega ört. Hitamælirinn sýndi rúm 11 stig. Þetta var óvenjulegt í septem- ber, og enn óvenjulegri var sú stað- reynd, að þessi kuldi hélzt í 8 daga. En samt yfirgáfu birnir ekki „sum- arhaga" sína. 15. október var óvenjulegur dag- ur. Það var hlýtt og sólríkt snemma morguns. Fuglarnir sungu og ekki varð vart við neinn ís í ánum. En um hádegið dimmdi í lofti og Frank skrúfaði frá útvarpsmóttökustöð- inni í rannsóknarstofunni. Honum og Bob aðstoðarmanni hans brá heldur en ekki í brún, þegar þeir tóku að leggja eyrun við. Björn nr. 202 hafði yfirgefið aðsetur sitt við Brennisteinsfj all og var tekinn að skokka áfram með Elgshornalæk. John miðaði út hina birnina. Þeir höfðu allir lagt iand undir fót. Nr. 181 var að gösla yfir Gulsteinaá, nr. 65, sem var ófrjó birna, var að skokka í áttina til einnar gjárinnar. Og klukkan 4 síðdegis tók að snjóa í Gulsteinagarði. Það var enn logn. Birnir höfðu að vísu haldið til vetrarhíða sinna, en samt höfðu þeir ekki skriðið inn í þau enn þá. Sumir voru að grafa, en slíkt höfðu þeir aldrei gert sama daginn og þeir lögðust í vetrardvala, Craighead- bræðurnir botnuðu hvorki upp né niður í þessu háttarlagi bjarnanna. Þeir biðu alla nóttina, og útvarps- merkin séldu stöðugt áfram að ber- ast í gegnum móttökutækið. Þrem dögum síðar kom sólin upp, og bráðnaði þá snjórinn, Það var einmanaleg bið þarna í Gulsteinagarði frá þeim degi til dags þess, er birnir lögðust í vetrar- dvala. Frank elti birnu eina og sá hana sitjandi á afskekktri syllu og berjast þar við svefninn. Hún virt- ist dotta hvað eftir annað, en alltaf hrökk hún upp aftur. Hann hafði aldrei séð slíkt áður. Sljóleiki vetr- ardvalans hafði þegar gagntekið hana, en hún vildi samt ekki skríða inn í híði sitt. John komst að því, að sonur hennar, sem var nr. 202, átti einnig í erfiðleikum. Útvarps- merkin, sem bárust frá honum, gáfu til kynna, að hann væri stöðugt að skríða inn í híði sitt og síðan út aftur, því að þau hættu og byrjuðu síðan aftur hvað eftir annað. Hann vað auðsýnilega að bíða einhvers, en enginn vissi hvers. Vísbendingin. Þann 11. nóvember árið 1965 skall svo loksins á storm- ur í Gulsteinagarði. Þegar Frank skrufaði frá móttökustöðinni, bárust honum slitrótt merki frá sendistöðv- um bjarnanna. Frá einum þeirra bárust dauf merki, sem bentu til þess, að hann hefði þegar skriðið inn í híði sitt og lagzt í dvala. En nr. 202 var svolítinn spöl frá híði sínu. Frank lagði af stað til þess að hafa uppi á honum. Hann ruddi sér braut um þéttan skóginn og skimaði eftir bjarnarslóð í snjónum. Hann hafði þegar gengið 6 mílur. Móttökustöðin gaf til kynna, að nr. 202 væri mjög nálægt honum, en Frank gat ekki fundið slóð hans. Svo kom hann skyndilega auga á nr. 202 framundan. Hann gekk mjög hratt. Frank virti fyrir sér fætur hans, því að nú var hann viss um, hvað það væri, sem birnirnir biðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.