Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 89

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 89
PAPA HEMINGWAY 87 í hina löngu ökuferð til Ketchum. Ég vissi því, að Ernest mundi finna mig þar. Það gerði hann líka. Duke Mac Mullen var með honum. En í stað þess að koma yfir að barnum og drekka úr glasi með mér eins og venjulega, bað Ernest mig um að ljúka sem fyrst úr mínu og hitta þá svo fyrir utan. Við lögðum af stað í ökuferðina. Það ríkti alger þögn, og til þess að rjúfa hana, fór ég að segja Ernest frá áætluninni, sem Cooper átti aðild að, sem var nú í góðu gengi, og s amningunum við Twentieth Century-Fox-kvikmyndafélagið, en það var ófáanlegt til að borga meira en 125.000 dollara. En þá greip Ernest skyndilega fram í fyr- ir mér: „Vernon Lord langaði til að koma líka til að taka á móti þér, en ég vildi ekki leyfa honum það.“ „Hvers vegna.“ „Ríkislöggunnar.“ „Hvað?“ „Ríkislöggunnar. Þeir eltu okk- ur alla leið. Spurðu Duke bara.“ „Ja .... það var að vísu bíll á eftir okkur, þegar við fórum frá Hailey . . .. “ „Það var einmitt þess vegna, sem ég vildi ná þér út af vínbarn- um sem fyrst. Var hræddur um, að þeir létu skríða til skarar og tækju okkur þar.“ „En Ernest, þessi bíll beygði út af veginum við Picabo,“ sagði Duke. „Þeir hafa líklega farið hina leið- ina. Það tæki þá lengri tíma, svo að ég vildi vera kominn burt frá Shoshone, þegar þeir næðu þangað." „En Papa,“ sagði ég og reyndi að ná fullu valdi á rödd minni og hugsun, „hvers vegna er Ríkislög- reglan að elta þig?“ „Það er fjárans klandur. Heilt helvíti. Þeir hlera alls staðar. Það er þess vegna, sem við notum bíl Dukes. Það hefur verið komið fyr- ir hlustunartækjum í mínum. Það eru hlustunartæki alls staðar. Get ekki notað símann. Pósturinn er skoðaður. Sko, það var símtal mitt við þig, sem kom mér á sporið. Þú manst, að sambandið slitnaði? Sko, þannig komu þeir einmitt upp um sig.“ „En langlínusamtöl slitna oft .... Hvernig ætti slíkt að þýða ?“ „Ég á kunningja, sem vinnur hjá símafélaginu í Hailey. Hann athug- aði það fyrir mig, hvar sambandið hefði verið slitið. Það var hérna, sko hérna megin, en ekki í New ork, ekki þín megin.“ „En hvað kemur það þessu máli við?“ „f guðanna bænum, Hotch, reyndu að nota höfuðið, maður. Þú hringd- ir í mig, var það ekki? Þess vegna hefði sambandið átt að slitna þín megin, ef allt hefði verið venjulegt og löglegt. En sambandið slitnaði hérna megin, í Hailey, en símtöl fara einmitt öll í gegnum Hailey. Það þýðir, að Ríkislögreglan hlust- aði á samtalið hérna megin og það orsakaði einmitt truflunina." Hann var mjög æstur. Ég hallaði mér aft- ur á bak í aftursætinu. Mig lang- aði til þess að spyrja Ernest, hvers vegna hann væri á þeirri skoðun, að hann væri eltur og því hlerað væri eftir símtölum hans og hvers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.