Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 72

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 72
70 ÚRVAL fótleggjunum og framhandlegg. Kynfærin í lagi. En, Hotch, það gengur bara allt á áfturfótunum fyrir mér núna. Og svo til þess að bæta gráu ofan á svart, þá samdi ég um að skrifa 15.000 orða grein fyrir ,,Look“, ég, fatlaður maðurinn á fleiri en einn veg. O, ég kæri mig ekki um að vera með neina svart- sýni, en mig langar andskoti mikið til þess að fá þig með í þessa ferð til þess að létta skap mitt.“ Báturinn lagðist upp að hafnar- bakkanum við Grittihöllina, sem var eitt sinn aðsetur ítalskra konunga, en er nú glæsilegt, en fremur rólegt gistihús. Þetta voru aðalbækistöðv- ar Ernests, þegar hann var í Feneyj- um. Þegar ég kom inn í herbergið hans, sat hann í stól við gluggana og las. Hann var að vanda með hvítt tennisskygni á enninu til þess að skýla augum sínum. Hann var í krypplaða ullarsloppnum sínum og með „Gott mit uns“ beltið. Ég stóð þarna augnablik í opnum dyrunum. Mér hnykkti við að sjá útlit hans. Ég hafði síðast séð hann í New York haustið 1953, stuttu áður en hann lagði af stað til Afríku. Mér hnykkti einna mest við að sjá, hversu mjög hann hafði elzt á þess- um fimm mánuðum, sem síðan voru liðnir. Það, sem eftir var af hári hans (en mest af því hafði brunn- ið), var nú ekki lengur grásprengt, heldur hvítt. Sama var að segja um skegg hans. Og hann virtist einhvern veginn hafa skroppið saman. Ég á ekki við líkamlega, heldur virtist hann á einhvern hátt ekki vera eins stór og stæðilegur sem áður. Við borð úti í horni sat horaður maður með hauksandlit. Hann var að klippa greinar úr dagblöðum, sem lágu í hrúgu á borðinu. Emest leit upp, þegar ég kom inn í herberg- ið, og brosti út undir eyru. „Hotch! Helvíti er ég feginn að sjá þig!“ Hann tók af sér tennisskygnið. „Hiálpaðu mér að rísa á fætur.“ Ég greip um handlegg honum, og hann spyrnti sér hægt og með aug- sýnilegum kvölum upp úr stólnum. „Mér finnst ég vera eins og einhver skepna, sem er að koma upp úr und- irdjúpunum,“ sagði hann. Síðan heilsuðumst við með handabandi að spænskum sið, þegar honum hafði tekizt að rísa á fætur, lögðum vinstri handlegg um axlir hvor annars og lömdum hvor annan nokkrum sinnum í bakið. „Ég vona, að ég hafi ekki dregið þig burt frá starfi þínu.“ ,,Nei,“ svaraði ég, þú bjargaðir mér að öllum líkindum frá ömur- legum örlögum.“ Við röbbuðum saman um stund, og kvíði minn hjaðnaði, þegar ég fann gamla áhugann og kraftinn birtast í rödd hans og orðum. „Papa,“ sagði ég, „ég er andskoti feginn að sjá, að þú ert farinn að skreiðast á lappir aftur. Sko, þessir dagar, þeg- ar öll blöðin voru að birta eftirmæl- in um þig, sko, þeir veiktu svolítið traust mitt á fyrirtækinu." „Forest Lawn - kirkjugarðurinn var þegar byrjaður að senda tilboð. Mjög sanngjörn. Ég býzt við, að þeir hafi ætlað að stilla mér þar út sem einhvers konar hrapforingja. Jæja, þarna er eftirmæladeildin". Hann teymdi mig að manninum með hauksandlitið, sem hann kynnti sem Adamo, fyrsta flokks bílstjóra,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.