Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 25

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 25
HANN JÁTVARÐUR FRÆNDI 23 Alsírbúa, þrælamarkaðinn í Afríku siglingu fyrir Gullna Hornið og pyramidana miklu. Við, sem höfð- iim búið barna úti í auðninni í tvö ár, vorum alveg furðu lostin. Þetta hljómaði sem ævintýri úr Þúsund og einni nótt. Þegar við spurðum hann: „Játvarður frændi, þekkirðu Prinsinn af Wales?“ svaraði hann bara ósköp hirðuleysislega: „jú. jú, mjög náið.“ án þess að gefa nokkra frekari skýringu á því. Slíkt var ein- mitt eitt helzta bragð hans, og það hafði sannarlega tilætluð áhrif. Þetta var árið 1878, og á því herr- ans ári voru almennar kosningar í Kanada. J.F. var brátt kominn á kaf í kosningabaráttuna. Hann tileinkaði sér miög ýtarlega þekkingu á sögu og stjórnmálum nyrðri hluta Kan- ada á svipstundu, og innan viku þekkti hann hverja hræðu í gervöllu héraðinu. Hann hneigðist fremur til íhaldssamrar stefnu og fylgdi fyrir- mönnum að málum, en hann var einnig mjög kumpánlegur við al- þýðu manna, líkt og hann væri þá skyndilega orðinn alþýðumaður. Hann hélt ræðu á hverjum stjórn- málafundi. En honum varð samt bezt ágengt á knæpunum, þar sem hann bauð óspart upp á glas. Þar gáfust honum sem sé gullin tækifæri til þess að beita hinum stórkostlegu hæfileikum til að smjaðra fyrir mönnum og láta mikið með þá, að þykjast og blekkja. „Já. við skulum nú sjá,“ var hann vanur að segja við einhvern tötra- legan sveitamanninn, sem stóð við hlið honum. Svo veifaði hann glas- inu glæsilega og bætti við: „Nú, ef ættarnafn þitt er Framley, hlýturðu að véra ættingi eins af mínum kæru, gömlu vinum. Sir Charles Framleys hershöfðingja í stórskotaliðinu." ,.Kannske,“ svaraði sveitamaður inn og tókst allur á loft af hrifningu, ,,ég hef bara fylgzt svo skratti illa með fólkinu mínu heima í gamla )andinu.“ „Ja hérna. Hugsið ykkur bara. Ég verða að segja honum Sir Charles frá bví, að ég hafi hitt þig. Ja, sá verður nú glaður.“ . Þannig hafði J.F. tekizt að ausa heiðri og upphefð yfir helming bæj- arbúa í Georgina á einum tveim vikum. Nú lifðu þeir og hrærðust sem ölvaðir í áfengu andrúmslofti innan um hershöfðingja, aðmírála og jarla. Hveria aðra> en íhaldsmenn hefðu þeir svo sem getað kosið eft- ir þetta? Málstaður J.F. sigraði líka með miklum glæsibrag. Hann hefði get- að verið kyrr þarna og uppskorið ríkuleg laun fyrir erfiði sitt, en Ontariofylki var of þröngur leik- völlur fyrir hann. Nú var landnámið vestur í Manitobafylki einmitt haf- ið ,og J.F. krafðist bess, að pabbi flyttist þangað vestur með honum. Við héldum því uppboð á búgarðin- um og öllu, sem honum fylgdi. Við þurftum að veita öllum uppboðs- gestunum ríflega, og whiskyið kost- aði okkur meira en það, sem við fengum fyrir horuðu beljurnar og vélaskriflin á bænum. Svo héldu þeir J.F. og pabbi vestur til Mani- toba og skildu okkur krakkana eft- ir í skólanum. Þeir komu einmitt til Winnipeg, þegar uppgangur borgarinnar var sem mestur J.F. greip tækifærið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.