Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 97
PAPA HEMINGWAY
95
og jafnframt vék hann sjaldnar að
vinnu sinni.
Þegar ég talaði við Ernest í síma
í síðustu viku marzmánaðar, virtist
hann ósköp sljór og einnig fremur
niðurdreginn og vonlítill, að því
er mér fannst. „Ég vildi, að ég gæti
gert einhverjar áætlanir," sagði
hann, „en ég get það ekki, fyrr en
ég er búinn með þessa Parísarbók.
Verð að fara eftir þessum fyrir-
mælum læknanna hvern einasta dag.
Þunginn er orðinn óskaplega lágur,
svo að ég vil gjarnan vita, hvar
ég stend í því efni, áður en ég fer
að gera áætlanir um frekari vinnu
eða ferðalög. Fylgi nákvæmlega
fyrirmælum læknisins og blóð-
þrýstingurinn er í lagi. En það er
uggvænlegt með þennan lága lík-
amsþunga.“
„Geturðu ekki bætt við þig nokkr-
um pundum? Hvað segir Vernon
um þetta?“
„Mér er alveg sama, þótt ég sé
svolítið hræddur vegna þess arna,
ef ég fyndi bara eitthvert ráð til
þess að gleyma því öðru hverju og
og njóta svolítið lífsins. Býst við,
að ég sé spillt dekurbarn. Hef allt-
af skemmt mér og lifað hátt hingað
til.“
„ ..... hann mun alveg örugg-
lega stytta sér aldur.“
Klukkan 11, að morgni sunnu-
daginn 23. apríl var hringt í mig
frá Ketchum. Ernest hafði verið
fluttur til sjúkrahússins í Sólar-
dal. Honum höfðu verið gefin deyfi-
lyf. Hann fékk sodium amytal á
þriggja klukustunda fresti, og
hjúkrunarkonur viku ekki frá hon-
um allan sólarhringinn.
Þegar Mary hafði komið inn í dag-
stofuna þennan morgun, hafði hún
séð Ernest standa þarna á ganginum
fyrir utan beint fyrir framan byssu-
grindina. Hann hélt á byssu í
hendinni, og afturhlutinn var opinn.
Hann var með tvö skothylki í
hinni hendinni. Það stóð miði ofan
á byssugrindinni stílaður til henn-
ar. Mary vissi, að von var á Vernon
Lord til þess að mæla blóðþrýsting
Ernests, svo að hún reyndi að sýn-
ast róleg og tefja fyrir Ernest og
beina þannig athygli hans frá byss-
unni, þangað til Vernon kæmi.
Ernest var rólegur og gerði sig
ekki líklegan til þess að hlaða byss-
una, svo að Mary minntist alls
ekkert á hana, en spurði um mið-
ann. Ernest neitaði að afhenda
henni hann, en hann las nokkrar
setningar upphátt á víð og dreif
í bréfinu. Þar vitnaði hann í erfða-
skrá sína og minntist á það, hvern-
ig hann hefði séð svo um, að hana
mundi ekki skorta neitt fjárhags-
lega og þyrfti hún því engu að
kvíða. Hann sagði einnig í bréfinu,
að hann hefði yfirfært 30.000 doll-
ara yfir á ávísanareikning hennar.
Síðan hætti hann að tala um bréf-
ið og vék að því máli, sem nú var
farið að valda honum áhyggjum
í viðbót við fyrri mál. Þar var um að
ræða skattskýrslu fyrir hreingern-
ingakonuna hans. Hann talaði um
það fram og aftur, að ríkislöggan
mundi örugglega ná til hans vegna
skatta hreingerningakonunnar. Og
þá kom Vernon. Þegar Vernon tók
um byssuna, afhenti Ernest hon-
um hana án nokkurra mótmæla.
Vernon hringdi klukkan hálf