Úrval - 01.11.1966, Síða 97

Úrval - 01.11.1966, Síða 97
PAPA HEMINGWAY 95 og jafnframt vék hann sjaldnar að vinnu sinni. Þegar ég talaði við Ernest í síma í síðustu viku marzmánaðar, virtist hann ósköp sljór og einnig fremur niðurdreginn og vonlítill, að því er mér fannst. „Ég vildi, að ég gæti gert einhverjar áætlanir," sagði hann, „en ég get það ekki, fyrr en ég er búinn með þessa Parísarbók. Verð að fara eftir þessum fyrir- mælum læknanna hvern einasta dag. Þunginn er orðinn óskaplega lágur, svo að ég vil gjarnan vita, hvar ég stend í því efni, áður en ég fer að gera áætlanir um frekari vinnu eða ferðalög. Fylgi nákvæmlega fyrirmælum læknisins og blóð- þrýstingurinn er í lagi. En það er uggvænlegt með þennan lága lík- amsþunga.“ „Geturðu ekki bætt við þig nokkr- um pundum? Hvað segir Vernon um þetta?“ „Mér er alveg sama, þótt ég sé svolítið hræddur vegna þess arna, ef ég fyndi bara eitthvert ráð til þess að gleyma því öðru hverju og og njóta svolítið lífsins. Býst við, að ég sé spillt dekurbarn. Hef allt- af skemmt mér og lifað hátt hingað til.“ „ ..... hann mun alveg örugg- lega stytta sér aldur.“ Klukkan 11, að morgni sunnu- daginn 23. apríl var hringt í mig frá Ketchum. Ernest hafði verið fluttur til sjúkrahússins í Sólar- dal. Honum höfðu verið gefin deyfi- lyf. Hann fékk sodium amytal á þriggja klukustunda fresti, og hjúkrunarkonur viku ekki frá hon- um allan sólarhringinn. Þegar Mary hafði komið inn í dag- stofuna þennan morgun, hafði hún séð Ernest standa þarna á ganginum fyrir utan beint fyrir framan byssu- grindina. Hann hélt á byssu í hendinni, og afturhlutinn var opinn. Hann var með tvö skothylki í hinni hendinni. Það stóð miði ofan á byssugrindinni stílaður til henn- ar. Mary vissi, að von var á Vernon Lord til þess að mæla blóðþrýsting Ernests, svo að hún reyndi að sýn- ast róleg og tefja fyrir Ernest og beina þannig athygli hans frá byss- unni, þangað til Vernon kæmi. Ernest var rólegur og gerði sig ekki líklegan til þess að hlaða byss- una, svo að Mary minntist alls ekkert á hana, en spurði um mið- ann. Ernest neitaði að afhenda henni hann, en hann las nokkrar setningar upphátt á víð og dreif í bréfinu. Þar vitnaði hann í erfða- skrá sína og minntist á það, hvern- ig hann hefði séð svo um, að hana mundi ekki skorta neitt fjárhags- lega og þyrfti hún því engu að kvíða. Hann sagði einnig í bréfinu, að hann hefði yfirfært 30.000 doll- ara yfir á ávísanareikning hennar. Síðan hætti hann að tala um bréf- ið og vék að því máli, sem nú var farið að valda honum áhyggjum í viðbót við fyrri mál. Þar var um að ræða skattskýrslu fyrir hreingern- ingakonuna hans. Hann talaði um það fram og aftur, að ríkislöggan mundi örugglega ná til hans vegna skatta hreingerningakonunnar. Og þá kom Vernon. Þegar Vernon tók um byssuna, afhenti Ernest hon- um hana án nokkurra mótmæla. Vernon hringdi klukkan hálf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.