Úrval - 01.11.1966, Side 118
116
ÚRVAL
þrýsting haídjúpanna. Þeim er svo
sökkt margar mílur niður í djúpin,
þangað til þær eru 6—20 íet frá
botninum, og þar tekst þeim að
ná prýðilegum myndum af hafs-
botninum.
Dr. Maurice Ewing, forstjóri
Lamont-j arðfræðir annsóknastofn-
unarinnar við Columbiaháskólann
í New York, hefur búið til prýðilegt
tæki til þess að ná með jarðvegs-
sýnishornum af hafsbotni. Þar er
um að ræða holan stálhólk, en við
efri enda hans er festur 1600 punda
þungi. Stálhólk þessum er skotið
niður í hafsbotninn og getur hann
komizt allt að 60 fetum niður í
botninn og náð þar sýnishornum af
seti hafsbotnsins, sem eru svo rann-
sökuð í smásjám.
Hafrannsóknaskip eru nú útbú-
in með nýjum gerðum af djúphafs-
rannsóknatækjum, sem eru ótrú-
lega nákvæm og áreiðanleg. Skip
þessi eru í rauninni fljótandi rann-
sóknarstofur, sem eru útbúnar til
starfa á höfum úti. Og árangurinn
lætur ekki standa á sér. Stöðugt er
nú verið að gefa út ný og ný kort
af hafdjúpasvæðunum, og verða
þau nú sífellt nákvæmari og ýtar-
legri.
Eitt af því furðulega, sem í ljós
kemur við rannsóknir þessar, er sú
staðreynd, að hafsbotninn er furðu-
lega hrikalegur. Lóðréttu fjarlægð-
irnar (dýpt sjávardala, hæð sjávar-
fjalla) eru miklu meiri en uppi
á meginlöndunum. Dýptartölurnar
á hafsbotninum eru að meðaltali
fimm sinnum hærri en hæð fjalla
á meginlöndunum ofansjávar.
GJÁR, SEM ENGIR
SKEMMTIFERÐAMENN FÁ
AUGUM LITIÐ.
Af sjónarhóli hafsbotnsins séð eru
meginlöndin risavaxnar granít-
blokkir, sem skyndilega hafa lyfzt
upp á við. Sums staðar skerast
gjár inni í neðansjávarveggi meg-
inlandanna, og eru sumar þær gjár
stærri og dýpri en sjálf Grand
Canyon (Miklagjá) í Arizona. Ein
slík neðansjávargjá er Hudsongjá-
in, sem klýfur meginlandshamar-
inn úti fyrir New Yorkborg. Gjánni
hallar smám saman niður á við.
Hún hefst sem sagt undir nýju
Verrazaonsundsbrúnni í New York-
höfn. 60 mílum úti fyrir ströndinni
hefur „Efri gjáin“ skorizt í gegnum
hamarinn og snardýpkar nú og nær
allt að 8000 feta dýpi. Og þaðan
hallar svo „Lægri gjánni“ niður
eftir aflíðandi brekku, sem mynd-
azt hefur af setaefnum ótal alda,
þangað til hún nær niður á Sohm-
hylissléttuna, um 16.500 fetum und-
ir yfirborði sjávar. Þar gnæfir
Caryntindur upp af sléttunni,
furðuleg eldfj allastrýta, sem er
fimm sinnum hærri en Empire
State-byggingin.
Mvernig mynduðust þessar risa-
vöxnu neðansjávargjár? Lausn
þeirrar ráðgátu fannst alveg ó-
vænt á furðulegan hátt. Dag einn
árið 1929 slitnuðu 12 neðansjávar-
ritsímastrengir milli Bandaríkjanna
og Evrópu. Þeir lágu samsíða, en
þó í mílufjarlægð hver frá öðrum.
Þetta virtist vera mjög dularfullt
fyrirbrigði. Þeir slitnuðu hver á
fætur öðrum og höfðu allir slitnað,
er 13 tímar voru liðnir frá því að