Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL
þeirra, eru svo skærar að jafnvel
þegar fullt tungl er sem bjartast
sjást þær vel, og þær halda sér lengi
á ljósum vomæturhimninum og
koma fljótt aftur þegar líður á sum-
arið.
Karlsvagninum hafa því margir
veitt athygli. Flestir okkar hafa lært
að þekkja hann á undan öðrum
stjörnumerkjum. Að vísu eru á
himni okkar mörg svæði þar sem
stjörnumergðin er miklu meiri og
bjartari, til dæmis Óríon, en Karls-
vagninn hefur sinn sérstaka, við-
felldna svip.
Jeppe Aakjær hefur sagt frá því
í skemmtilegu kvæði, að þegar hann
var barn stóð hann eitt sinn við
húsgaflinn hjá föður sínum og
voru þeir að horfa á norðurljósin
„skjóta silfurspjótum" að Karls-
vagninum, og margvíslegar eru þær
hugmyndir sem börnin hafa gert
sér um þetta fyrsta stjörnumerki
sem þau lærðu að þekkja. „Er
Karlsvagninn opinn eða lokaður
vagn?“ spurði skáldið Hermann
Bang 4 eða 5 ára gamall, föður sinn,
en hann var sóknarprestur í Adser-
balle á Als, og án þess að bíða eftir
svari sagði hann sjálfur: „Drottinn
ekur sjálfsagt í lokuðum vagni“.
Nútímabörnin spyrja annarra spurn-
inga. Þau vilja vita hversu hratt
Vagninn geti ekið, hversu margir
strokkarnir séu í honum, hvar skipti-
stöngin er o.fl.
Lögun myndarinnar sem verður
af hinum 7 stjörnum Karlsvagnsins
er varla betur lýst en með því nafni
sem algengt er í Bandaríkjunum:
Ausan mikla (The big Dipper) —
það er reyndar ausa með brotnu
skafti. En annars hefur „Vagninn“
verið algengasta nafnið og á Norð-
urlöndum hafa menn þekkt Karls-
vagninn frá ómunatíð (Karl: Óð-
inn). Annars er hann aðeins hluti af
hinni stærri stjörnumynd — Stóra-
Birni — sem Forngrikkir teiknuðu
á stjörnukort sín og haldizt hefur
síðan. Menn nefndu sjöstjörnumynd-
ina, sem er hin iangfyrirferðarmesta
á þeim slóðum sem næstar eru norð-
urskauti himins, eftir dýri sem lifði
í skógum norðursins.
Eftir Karlsvagninum hafa menn
kunnað að miða út norðurátt, nokk-
urnveginn nákvæmt. Um þúsundir
ára var hann lýsandi viti og leiðar-
mark herstjóra og sæfara. Odysseif-
ur, Júlíus Sesar og Móses eru sagðir
hafa tekið stefnu eftir honum á lang-
ferðum sínum um höf og auðnir,
og pílgrímar miðalda hvaðanæva úr
Evrópu, sem voru á skyidugöngu til
Palestínu, litu til þessara sjö 'stjarna
með von um að þær myndu vísa
þeim leið heim. Ef hugsuð er lína
sem gengur á milli tveggja yztu
stjarnanna í „kerru“ vagnsins, og
sé hún síðan framlengd um fimm-
falda fjarlægðina milli þessara
stjarna, upp af Vagninum þá lendir
þetta nokkurnveginn beint á Pól-
stjörnunni eða Norðurstjörnunni,
eins og hún er líka nefnd. Þessi
stjarna er álíka björt að sjá og björt-
ustu stjömur Vagnsins, og stendur
líka stök á svæði þar sem aðrar
stjörnur eru fáar og daufar, og er
hún því auðfundin.
Þegar litið er á Karlsvagninn sem
stjörnumerki, þá dregur hann miklu
meir að sér athyglina og þekkist
betur en Suðurkrossinn, enda þótt