Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 40

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 40
38 ÚRVAL þeirra, eru svo skærar að jafnvel þegar fullt tungl er sem bjartast sjást þær vel, og þær halda sér lengi á ljósum vomæturhimninum og koma fljótt aftur þegar líður á sum- arið. Karlsvagninum hafa því margir veitt athygli. Flestir okkar hafa lært að þekkja hann á undan öðrum stjörnumerkjum. Að vísu eru á himni okkar mörg svæði þar sem stjörnumergðin er miklu meiri og bjartari, til dæmis Óríon, en Karls- vagninn hefur sinn sérstaka, við- felldna svip. Jeppe Aakjær hefur sagt frá því í skemmtilegu kvæði, að þegar hann var barn stóð hann eitt sinn við húsgaflinn hjá föður sínum og voru þeir að horfa á norðurljósin „skjóta silfurspjótum" að Karls- vagninum, og margvíslegar eru þær hugmyndir sem börnin hafa gert sér um þetta fyrsta stjörnumerki sem þau lærðu að þekkja. „Er Karlsvagninn opinn eða lokaður vagn?“ spurði skáldið Hermann Bang 4 eða 5 ára gamall, föður sinn, en hann var sóknarprestur í Adser- balle á Als, og án þess að bíða eftir svari sagði hann sjálfur: „Drottinn ekur sjálfsagt í lokuðum vagni“. Nútímabörnin spyrja annarra spurn- inga. Þau vilja vita hversu hratt Vagninn geti ekið, hversu margir strokkarnir séu í honum, hvar skipti- stöngin er o.fl. Lögun myndarinnar sem verður af hinum 7 stjörnum Karlsvagnsins er varla betur lýst en með því nafni sem algengt er í Bandaríkjunum: Ausan mikla (The big Dipper) — það er reyndar ausa með brotnu skafti. En annars hefur „Vagninn“ verið algengasta nafnið og á Norð- urlöndum hafa menn þekkt Karls- vagninn frá ómunatíð (Karl: Óð- inn). Annars er hann aðeins hluti af hinni stærri stjörnumynd — Stóra- Birni — sem Forngrikkir teiknuðu á stjörnukort sín og haldizt hefur síðan. Menn nefndu sjöstjörnumynd- ina, sem er hin iangfyrirferðarmesta á þeim slóðum sem næstar eru norð- urskauti himins, eftir dýri sem lifði í skógum norðursins. Eftir Karlsvagninum hafa menn kunnað að miða út norðurátt, nokk- urnveginn nákvæmt. Um þúsundir ára var hann lýsandi viti og leiðar- mark herstjóra og sæfara. Odysseif- ur, Júlíus Sesar og Móses eru sagðir hafa tekið stefnu eftir honum á lang- ferðum sínum um höf og auðnir, og pílgrímar miðalda hvaðanæva úr Evrópu, sem voru á skyidugöngu til Palestínu, litu til þessara sjö 'stjarna með von um að þær myndu vísa þeim leið heim. Ef hugsuð er lína sem gengur á milli tveggja yztu stjarnanna í „kerru“ vagnsins, og sé hún síðan framlengd um fimm- falda fjarlægðina milli þessara stjarna, upp af Vagninum þá lendir þetta nokkurnveginn beint á Pól- stjörnunni eða Norðurstjörnunni, eins og hún er líka nefnd. Þessi stjarna er álíka björt að sjá og björt- ustu stjömur Vagnsins, og stendur líka stök á svæði þar sem aðrar stjörnur eru fáar og daufar, og er hún því auðfundin. Þegar litið er á Karlsvagninn sem stjörnumerki, þá dregur hann miklu meir að sér athyglina og þekkist betur en Suðurkrossinn, enda þótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.