Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 48

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 48
46 ÚRVAL Bandaríkjamanna lét í Ijós gleði sína yfir sigri „Blánefju" gömlu, líkt og hún væri þeirra skip. Þegar „Blánefja“ hélt aftur heim til Lunenburg sem sigurvegari, komu allir bæjarbúar á vettvang til þess að bjóða hana velkomna með fánum, lúðrasveitum og skrúð- göngu. Angus Walters steig upp í uxakerru og hélt stutta ræðu. „Enn hefur þeim viði ekki verið plantað, sem geti sigrað „Blánefju“, sagði hann. Þegar Walters hætti á sjónum árið 1939 og opnaði mjólkurbú, sem hann rekur enn, 85 ára að aldri, hvatti hann íbúa Nova Scotiafylkis til að varðveita „Blánefju" til minn- ingar um hið glæsta tímabil segl- skipanna. En nú var heimsstyrjöld- in að nálgast, og fáir höfðu því á- huga á þessu. Þegar þessi stolta val- kyrja Atlantshafsins horfði fram á þá smán ári síðar, að verða boðin upp á nauðungaruppboði, veðsetti Walters hús sitt, fékk greitt út á lífsábyrgðina sína og keypti upp hlutabréf hinna hluthafanna til þess að bjarga „Blánefju.“ „Ég varð að gera það“, sagði hann. „Aldrei brást hún mér.“ Síðan lá „Blánefja" iðjulaus í tvö ár, og því tapaði Walters miklu fé á henni. Því fór það svo, að hann neyddist loks til að selja hana vöru- flutningaskipafélagi, sem hafði að- setur sitt á einni af eyjunum í Kara- bíska hafinu. Þegar hún lét úr höfn í Lunenburg í síðasta sinn, svipt öllu seglaskrauti og með Ijóta yfirbygg- ingu yfir þilfarinu, leysti Walters skipstjóri landfestar hennar með tárin í augunum. „Mér fannst sem einhver úr fjölskyldunni hefði dá- ið“, sagði hann síðar, er hann talaði um atburð þennan. Fjórum árum síðar, eða árið 1946, rakst „Blánefja" á kóralrif úti fyrir Haiti. Og þar sökk hún, eftir að skipshöfnin hafði yfirgefið hana, fjarri heimahögum sínum. Angus Walters brá mjög við þess- ar fréttir, er þær bárust heim til Lunenburg. John Pardy, einn af áhöfn hennar, hneig niður á stól, er hann frétti þetta, og fór að gráta. „Þjóðin er sorgbitin vegna þess- ara endaloka hennar“, stóð í dag- blaðinu „Herald“ í Halifax, „þess- ara smánarlegu endaloka, sem eru þjóðinni til skammar." En árið 1963 létu forráðamenn brugghúss eins í Nova Scotiafylki byggja „Blánefju II”, sem var eftir- mynd hinnar gömlu „Blánefju“ og nákvæmlega sömu stærð. Hún kost- aði 450.000 dollara. Og mönnum þeim, sem siglt höfðu á gömlu skonnortunni, var boðið í siglingu á þessari nýju, glæstu skonnortu. Allir samþykktu þeir að þetta væri gott skip en þeim fyndist samt ein- hvern veginn, að hún stæði hinni gömlu samt ekki jafnfætis. „Það var aðeins til ein „Blánefja", sagði Walters við gamlan vin sinn, er þeir gengu hægt heimleiðis fram hjá höfninni, þar sem hin fjölmörgu siglutré voru áður fyrr sem skógur tilsýndar. „Og það verður aldrei nein önnur henni lík.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.