Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 110

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 110
108 ÚRVAL að skrifa fyrstu skáldsögu sína, Lísu frá Lambeth. Bókin kom út síðasta árið, sem hann var við nám á sjúkrahúsinu. Hann var þá tuttugu og þriggja ára gamall. Sama ár fékk hann leyfi til að stunda lækn- ingar. Lisa þótti ekkert meistaraverk, en bókin fékk þó svo góðar viðtökur, að Maugham hætti við að opna lækn- ingastofu, en sneri sér algerlega að ritstörfum. Bræðrum hans og frændum þótti þetta ganga fíldirfsku næst, en hann benti þeim á, að hann þyrfti ekki að reiða sig einvörðungu á ritstörfin, því að hann fengi 150 sterlingspund á ári úr dánarbúi föður síns. Maugham fór nú í ferðalag til Spánar og Ítalíu, gaf nánar gætur að öllu, sem á vegi hans varð og viðaði að sér efni. Þegar hann kom til Parísar ákvað hann að dveljast þar nokkurn tíma. Hann var alltaf að skrifa, en ritverk hans gáfu lítið í aðra hönd. En árið 1908 urðu mikil umskipti í lífi hans. Hann hafði samið fyrsta leikrit sitt 1892, þegar hann var átján ára, en efni þess var þannig, að óhugsandi var að fá það sett á svið á þeim siðvöndu tímum. Ellefu árum seinna skrifaði hann annað leikrit, en það var ekki sýnt nema tvisvar. En í október 1907 var þriðja leikrit hans, Lady Fredrick, frumsýnt og vakti þegar ákafa hrifningu. Maugham var orðinn frægur. Árið eftir voru fjögur leik- rit hans sýnd samtímis í leikhúsun- um í London. Enda þótt þessi leikrit væru ekki öll jafngóð, færðu þau höfundinum það sem hann þráði mest; fjárhagslegt sjálfstæði, sem gerði honum kleift að gera það sem honum sýndist og ferðast hvert sem hann vildi. Á árunum fram að fyrri heims- styrjöldinni skrifaði Maugham fimm önnur leikrit, sem nutu mikilla vin- sælda, þó að bókmenntagildi þeirra verði að teljast lítið. Árið 1912 hóf Maugham að skrifa Fjötra (Of Human Bondage) sem er hin fyrsta af þrem sjálfs- ævisögum hans í skáldabúningi. Hann las prófarkir af bókinni á vígstöðvunum í Belgíu haustið 1914 og hún kom út árið eftir. Bókin hlaut fremur daufar viðtökur í fyrstu, en náði síðan miklum vin- sældum. Maugham varð fertugur árið 1914 og starfaði fyrst sem hjúkrunarliði á vígstöðvunum í Frakklandi, en gekk brátt í leyniþj ónustu brezka hersins. Hann var um skeið njósnari í Svisslandi, fór í leiðangra til Ame- ríku og Kyrrahafseyjanna, og var að lokum sendur til Rússlands í þeim furðulega tilgangi að reyna að telja rússnesku stjórnina á að halda áfram að berjast gegn Þjóðverjum. Hinar frægu njósnasögur Maug- hams, Ashenden, byggjast á þeirri reynslu, sem hann öðlaðist á þessu tímabili. Förin til Rússlands reyndist Maugham ofviða, því að þegar hann kom aftur til Englands var hann orðinn veikur af berklum. Hann var sendur á heilsuhæli í Skotlandi, þar sem hann stytti sér stundir við að semja gamanleik og drög að skáldsögunni Tunglið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.