Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 27
HANN JÁTVARÐUR FRÆNDI
25
annarra óhrekkvísra sakleysingja
þurrkuðust út á einni nóttu. En það
gegndi öðru máli um hann J.F.
Sjálf-sagt hefur hann orðið algerl.
gjaldþrota, en það breytti bara engu
fyrir honum, skipti harla litlu máli.
Hann notaði bara lánstraustið í stað
beinharða peninga. Hann átti enn
sinn ímyndaða banka og sína ímynd-
uðu járnbrautarlínu allt norður til
Norður-íshafsins. Þegar einhverjir
komu með reikning eða að spyrja
um gamlan reikning, var þeim sagt,
að það væri ekki alveg víst, hvað
J.F. ætlaðist fyrir á næstunni né
hvar hann yrði, því að það væri að
miklu leyti undir því komið, hvað
gerðist í Jóhannesarborg. Og þetta
svar fékk þá til þess að bíða í 5 mán-
uði í viðbót.
Við hittumst venjulega, þegar
hann skrapp til Austurhéraðanna, en
það gerði hann alltaf öðru hverju.
Þá ferðaðist hann alltaf á frímiða-
korti, en hann fór aðallega í þessi
ferðalög til þess að sýna lánardrottn-
unum í Manitoba fram á mikilleik
J.F. og slá þannig ryki í augu þeirra.
Hann lét skrifa allt hjá sér í gisti-
húsunum, frestaði enn að greiða
ýmsa reikninga og fékk ný lán. Og
þannig hélt hann sér ofansjávar í
lífinu. Bankastjórar voru tilvalin
fórnardýr hans. Aðferð hans var
mjög einföld. Þegar hann kom inn
í einkaskrifstofu einhvers banka-
stjórans, hrópaði hann upp yfir sig
eitthvað á þessa leið hrifnum rómi:
„Nei, stundið þér mikið fiskveiðar?
Já, það má svo sem þekkja þessa
stöng og þessar flugur þarna á
veggnum“. Og svo nefndi hann
þetta allt með réttum nöfnum, því
að hann vissi nöfn á öllum sköpuð-
um hlutum. Bankastjórinn tókst all-
ur á loft og gekkst pp við hólið, sem
yfir hann dundi. Brátt var hann
tekinn að sýna stöngina og hinar
ýmsu flugur, sem höfðu reynzt hon-
um afladrýgstar. Og þegar J.F. hélt
af fundi bankastjórans, var hann
með 100 dollara í vasanum. Og hann
hafði ekki heldur þurft að setja
neina tryggingu fyrir þeim.
Hann fékk líka allt „upp á krít“
hjá hesthúsum, sem leigðu út hesta
og vagna, og í hinum ýmsu verzl-
unum. Hann keypti og keypti og
spurði aldrei, hvað hlutirnir kost-
uðu. Hann nefndi aldrei greiðslu
fyrr en eftir á, þegar hann var að
fara út, líkt og hann myndi þá
snögglega eftir slíku fyrirbrigði. Þá
sagði hann jafnan eitthvað á þessa
leið: „Já, alveg rétt, ]átið mig svo
fá reikninginn bráðlega. Það getur
verið, að ég þurfi að skreppa í ferða-
lag.“ Svo sneri hann sér jafnan að
mér og bætti við í trúnaðararómi:
„Hann Sir Henry Loch er nýbúinn
að senda mér nýtt símskeyti frá
Vestur-Afríku.“ Og svo yfirgaf hann
verzlunina. Fólkið í verzluninni
hafði aldrei séð hann fyrr og það
sá hann heldur aldrei aftur.
Þegar J.F. var að fara burt af
gistihúsi, spurði hann jafnan um
reikinginn sinn við afgreiðsluborð-
ið. Og þegar honum var sýndur
reikningurinn, lét hann í ljós
ánægju sína og aðdáun vegna þess,
hversu sanngjarn hann væri. „Svo
sagði hann við mig: „Berðu þetta
bara saman við reikninginn frá
Crillon í París. Minntu mig á að
minnast á það við Sir John, hversu