Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 128

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 128
FRÉDÉRIC CHOPIN halda burtu með fyrsta skipi, sem kom þar í höfn. Loks komust þau aftur til Mar- seille, og þaðan var Chopin fluttur til sveitaseturs George Sands í Mið- Frakklandi. Næstu 6-7 árin batnaði Chopin svolítið í stuttan tíma í einu, þannig að hann gat dvalið nokkra mánuði í París og jafnvel komið fram opinberlega nokkrum sinnum. Hann samdi einnig all- mörg tónverk, sem báru snilligáfu hans vitni. George Sand hélt áfram í hlutverki sínu sem hjúkrunar- kona, þangað til hún gerði sér grein fyrir því, að viljaþrek hennar dygði ekki til þess að lækna sjúkl- inginn. Þá yfirgaf hún Chopin og lét í veðri vaka, að ástæðan væri stöðugt rifrildi þeirra um börnin hennar tvö. Nú þegar George Sand var horf- in burt og allt á öðrum endanum í París vegna byltingarinnar 1848, tók Chopin boði Jane Stirlings, fyrrverandi nemanda síns, um að heimsækja hana í Bretlandi. Þar lék hann fyrir Viktoríu drottningu sumarið 1848 og var kynntur fyrir Dickens, Carlyle og lafði Bvron meðal annarra. En brezka loftslag- ið hafði óskaplega slæm áhrif á heilsu hans. í nóvember árið 1848 fóru vinir hans aftur með hann til Parísar, en Chopin gerðist nú æ máttfarnari. Dag einn, þegar gömul vinkona hans frá Póllandi, Delphine Potocka greifynja, hafði komið í heimsókn til hans, bað hann um að syngja fyrir sig nokkra söngva. Og hósti hans var svo ákafur, að hann yfir- gnæfði næstum alveg síðari söng hennar, og hún söng með tárin í augunum. Og tveim dögum síðar, þ. 17. október árið 1849, dó hann. Hann varð aðeins 39 ára gamall, en hann breytti samt veröldinni. Tónlistin fékk yfir sig nýjan blæ upp frá því. Hann gæddi samræmi hljómanna og laglínuna dásamleg- um, nýjum litum. Upp úr ögnum skapaði hann frelsið með hjálp síns óviðjafnanlega smekks og óskeik- ullar kenndar fyrir lögmálum tón- listarinnar, þar sem öll hlutföll urðu að vera í fullkomnu innbyrðis jafnvægi. Hann samdi tónlist með hjálp hjartans og tilfinninganna, og þannig tókst honum að skapa tóna- ljóð, þrungin ljóðrænni fegurð, sem eru ætíð ný og ólgandi af lifi. Eiginmaðurinn hvíslar að eiginkonu sinni, sem er að masa við húsmóðurina, sem þau eru í boði hjá: „Þér hefur tekizt að nefna eina fleiri fræga persónu sem kunningja okkar en hún hefur gert. Við ættum að hverfa núna, sko, á meðan þú hefur enn vinninginn yfir hana.“ Blómasalinn við viðskiptavininn: „Eg get hjálpað yður betur með blómavalið, ef þér skýrið mér frá því, hvert afbrotið er.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.