Úrval - 01.11.1966, Side 128
FRÉDÉRIC CHOPIN
halda burtu með fyrsta skipi, sem
kom þar í höfn.
Loks komust þau aftur til Mar-
seille, og þaðan var Chopin fluttur
til sveitaseturs George Sands í Mið-
Frakklandi. Næstu 6-7 árin batnaði
Chopin svolítið í stuttan tíma í
einu, þannig að hann gat dvalið
nokkra mánuði í París og jafnvel
komið fram opinberlega nokkrum
sinnum. Hann samdi einnig all-
mörg tónverk, sem báru snilligáfu
hans vitni. George Sand hélt áfram
í hlutverki sínu sem hjúkrunar-
kona, þangað til hún gerði sér
grein fyrir því, að viljaþrek hennar
dygði ekki til þess að lækna sjúkl-
inginn. Þá yfirgaf hún Chopin og
lét í veðri vaka, að ástæðan væri
stöðugt rifrildi þeirra um börnin
hennar tvö.
Nú þegar George Sand var horf-
in burt og allt á öðrum endanum
í París vegna byltingarinnar 1848,
tók Chopin boði Jane Stirlings,
fyrrverandi nemanda síns, um að
heimsækja hana í Bretlandi. Þar
lék hann fyrir Viktoríu drottningu
sumarið 1848 og var kynntur fyrir
Dickens, Carlyle og lafði Bvron
meðal annarra. En brezka loftslag-
ið hafði óskaplega slæm áhrif á
heilsu hans.
í nóvember árið 1848 fóru vinir
hans aftur með hann til Parísar,
en Chopin gerðist nú æ máttfarnari.
Dag einn, þegar gömul vinkona
hans frá Póllandi, Delphine Potocka
greifynja, hafði komið í heimsókn
til hans, bað hann um að syngja
fyrir sig nokkra söngva. Og hósti
hans var svo ákafur, að hann yfir-
gnæfði næstum alveg síðari söng
hennar, og hún söng með tárin í
augunum. Og tveim dögum síðar, þ.
17. október árið 1849, dó hann.
Hann varð aðeins 39 ára gamall,
en hann breytti samt veröldinni.
Tónlistin fékk yfir sig nýjan blæ
upp frá því. Hann gæddi samræmi
hljómanna og laglínuna dásamleg-
um, nýjum litum. Upp úr ögnum
skapaði hann frelsið með hjálp síns
óviðjafnanlega smekks og óskeik-
ullar kenndar fyrir lögmálum tón-
listarinnar, þar sem öll hlutföll
urðu að vera í fullkomnu innbyrðis
jafnvægi. Hann samdi tónlist með
hjálp hjartans og tilfinninganna, og
þannig tókst honum að skapa tóna-
ljóð, þrungin ljóðrænni fegurð, sem
eru ætíð ný og ólgandi af lifi.
Eiginmaðurinn hvíslar að eiginkonu sinni, sem er að masa við
húsmóðurina, sem þau eru í boði hjá: „Þér hefur tekizt að nefna
eina fleiri fræga persónu sem kunningja okkar en hún hefur gert.
Við ættum að hverfa núna, sko, á meðan þú hefur enn vinninginn
yfir hana.“
Blómasalinn við viðskiptavininn: „Eg get hjálpað yður betur með
blómavalið, ef þér skýrið mér frá því, hvert afbrotið er.“