Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 102
100
ÚRVAL
Hann leit svipbrigðalaus á mig,
og augu hans vortust hulin dimmri
móðu að baki gömlu gleraugnanna
hans.
„Við urðum af Auteuil enn einu
sinni.“ Raunveruleikinn. Þvinga
hann til þess að stíga inn í mína
veröld. Leggja áherzlu á sjálfan
raunveruleikann. „Við urðum af
Auteuil enn einu sinni, Papa.“
Það kviknaði svolítið líf í aug-
unum. Hann hreyfði hendurnar í
vösum sínum. „Og við munum verða
af Auteuil aftur og aftur og aftur,“
sagði hann.
„Hvers vegna?“ Ég var sem
gammur, er læsti klónum í orð
hans. „Hvað er að góðum haust-
veðreiðum? Hver segir, að Batalan
geti ekki hlaupið á hlaupabraut,
þótt hún sé þakin haustlaufum?"
Um að gera að minna á eitthvað
skemmtilegt.
„Það verður ekkert annað vor,
Hotch.“
„Auðvitað kemur annað vor. Ég
get ábyrgzt það .. .. “
„Né annað haust.“ Það var sem
hefði slaknað á öllum líkama hans.
Hann gekk nokkur skref að gömlu
veggbroti og settist þar á stein.
Mér fannst ég verða að komast
að efninu einmitt núna, en ég gerði
það á ósköp varfærnislegan hátt
og spurði blíðlega: „Papa, hvers
vegna viltu binda endi á líf þitt?“
Hann hikaði aðeins augnablik.
Síðan svaraði hann með sinni
gömlu, hiklausu rödd: „Hvað held-
urðu, að gerist innra með manni,
næstum 62 ára gömlum, þegar hann
gerir sér grein fyrir því, að hann
muni aldrei geta skrifað bækurnar
og sögurnar, sem hann hafði gefið
sjálfum sér loforð um að skrifa ein-
hvern tíma? Né geta gert neitt ann-
að, sem hann heitstrengdi á hinum
gömlu, góðu dögum, að hann skyldi
einhvern tíma gera?“
„En hvernig geturðu sagt annað
eins og þetta? Þú ert nú búinn að
ljúka við fallega bók um París,
eins fallega bók og nokkur getur
vonazt til að skrifa. Hvernig get-
urðu látið sem þú vitir ekki af
þessu?“
„Allt það, sem er bezt í henni,
var ég þegar búinn að skrifa, áð-
ur en allt breyttist. Og nú get ég
ekki lokið henni.“ -
„En kannske hefur henni þegar
verið lokið, kannske er þessu bara
þannig farið, að þú getur helzt ekki
slitið þig frá henni .. . . “
„Hotch, ef ég get ekki lifað sam-
kvæmt mínum eigin skilmálum, þá
er tilveran óhugsandi. Þannig hef
ég lifað og þannig verð ég að lifa
.... eða lifa að öðrum kosti alls
ekki.“
„En hvers vegna geturðu ekki
lagt skriftirnar á hilluna um
stundarsakir? Það hefur alltaf lið-
ið langur tími á milli bóka hjá þér.
Tíu ár á milli „Að eiga og eiga
ekki“ og „Hverjum klukkan glym-
ur“ og svo tíu ár í viðbót, þangað
til „Yfir ána“ kom út. Taktu þér
svolitla hvíld frá skriftunum.
Keyrðu þig ekki áfram með því að
beita valdi. Það hefur þú aldrei
gert.“
„Ég get þetta ekki.“
„Að hœtta störfum? Hvernig í
andskotanum getwr rithöfundwr
hœtt störfum?