Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
eftir af eðlisávísun sinni. Þeir biðu
eftir hríð og skafrenningi, sem
mundi þurrka út allar slóðir þeirra,
er þeir flýttu sér til híðis síns. Og
þegar kom fram undir næsta morg-
un, voru allar sendistöðvarnar tekn-
ar senda út merki um, að birnir
væru komnir í híði sín. En í skóg-
inum sást ekki eitt bjarnarspor,
sem gæti gefið til kynna, hvert
birnirnir hefðu haldið.
Craigheadbræðurnir skeyttu sam-
an ýmsar staðreyndir, sem þeir
höfðu nú aflað sér, og veltu vöngum
yfir niðurstöðunni í rannsóknarstofu
sinni. Kuldakastið, sem hófst 15.
september hafði verið fyrsta vís-
bendingin um, hvað í vændum
væri. Þá hafði sljóleikinn byrjað
að gagnataka birnina. Mánuði síðar
kom svo önnur vísbendingin. Birn-
ina greip löngun til að vera einir.
Þann dag höfðu grábirnirnir hald-
ið að híðum sínum í gjárveggjum,
hlíðum og skógum. Þeir höfðu samt
ekki lagzt í vetrardvala, því að enn
höfðu þeir ekki fengið lokabending-
una, snjóstorminn og skafrenning-
inn, sem mundi breiða yfir spor
þeirra og „innsigla“ hásléttuna allt
til vors.
Er Frank leit nú út í hvíta auðn-
ina, veitti hann ýmsu í fari bjarn-
anna fyrir sér. Að vísu höfðu þeir
bræðurnir ásamt aðstoðarmönnun-
um komizt að mörgum leyndarmál-
um bjarnanna, en samt var stórkost-
legasta leyndarmálið þeim jafnmik-
ið leyndarmál og það hafði verið, er
rannsóknir þeirra byrjuðu. Hvernig
fundu birnirnir á sér, að nú væri
rétti dagurinn kominn, að þetta
væri einmitt sá hríðarbylur, sem
mundi fylla vötnin af ís, draga úr
rennsli ánna og loka öllum vegum
allt til vors? Ef til vill tækist eng-
um að ráða þennan leyndardóm
þeirra. Ef til vill mundi ráðning
hans ekki fást, heldur verða áfram
grafin djúpt í eðlisávísun þeirra og
gamalli „bj arnarvizku", sem þeir
höfðu smám saman tileinkað sér
á milljónum ára með því að hlusta
eftir æðaslögum jarðarinnar, rödd
Móður Náttúru.
Þegar ég var sendur til Jólaeyjunnar á Kyrrahafi, vöruðu vinir
mínir mig við Því, að dagarnir væru lengi að líða á þeim afskekkta
stað.
Ég fór að skilja, hvað þeir höfðu átt við, þegar ég kom að hermanm
einum, sem starði út á Kyrrahafið og svaraði á eftirfarandi hátt, þegar
ég spurði hann að því, hvað klukkan væri: „Ágúst,“ svaraði hann þung-
lyndislega. T. Nicholas liSþjálfi