Úrval - 01.11.1966, Page 110
108
ÚRVAL
að skrifa fyrstu skáldsögu sína,
Lísu frá Lambeth. Bókin kom út
síðasta árið, sem hann var við nám
á sjúkrahúsinu. Hann var þá tuttugu
og þriggja ára gamall. Sama ár
fékk hann leyfi til að stunda lækn-
ingar.
Lisa þótti ekkert meistaraverk, en
bókin fékk þó svo góðar viðtökur, að
Maugham hætti við að opna lækn-
ingastofu, en sneri sér algerlega
að ritstörfum. Bræðrum hans og
frændum þótti þetta ganga fíldirfsku
næst, en hann benti þeim á, að hann
þyrfti ekki að reiða sig einvörðungu
á ritstörfin, því að hann fengi 150
sterlingspund á ári úr dánarbúi
föður síns.
Maugham fór nú í ferðalag til
Spánar og Ítalíu, gaf nánar gætur
að öllu, sem á vegi hans varð og
viðaði að sér efni. Þegar hann kom
til Parísar ákvað hann að dveljast
þar nokkurn tíma. Hann var alltaf
að skrifa, en ritverk hans gáfu lítið
í aðra hönd.
En árið 1908 urðu mikil umskipti
í lífi hans. Hann hafði samið fyrsta
leikrit sitt 1892, þegar hann var
átján ára, en efni þess var þannig,
að óhugsandi var að fá það sett á
svið á þeim siðvöndu tímum. Ellefu
árum seinna skrifaði hann annað
leikrit, en það var ekki sýnt nema
tvisvar. En í október 1907 var
þriðja leikrit hans, Lady Fredrick,
frumsýnt og vakti þegar ákafa
hrifningu. Maugham var orðinn
frægur. Árið eftir voru fjögur leik-
rit hans sýnd samtímis í leikhúsun-
um í London. Enda þótt þessi leikrit
væru ekki öll jafngóð, færðu þau
höfundinum það sem hann þráði
mest; fjárhagslegt sjálfstæði, sem
gerði honum kleift að gera það sem
honum sýndist og ferðast hvert sem
hann vildi.
Á árunum fram að fyrri heims-
styrjöldinni skrifaði Maugham fimm
önnur leikrit, sem nutu mikilla vin-
sælda, þó að bókmenntagildi þeirra
verði að teljast lítið.
Árið 1912 hóf Maugham að
skrifa Fjötra (Of Human Bondage)
sem er hin fyrsta af þrem sjálfs-
ævisögum hans í skáldabúningi.
Hann las prófarkir af bókinni á
vígstöðvunum í Belgíu haustið 1914
og hún kom út árið eftir. Bókin
hlaut fremur daufar viðtökur í
fyrstu, en náði síðan miklum vin-
sældum.
Maugham varð fertugur árið 1914
og starfaði fyrst sem hjúkrunarliði
á vígstöðvunum í Frakklandi, en
gekk brátt í leyniþj ónustu brezka
hersins. Hann var um skeið njósnari
í Svisslandi, fór í leiðangra til Ame-
ríku og Kyrrahafseyjanna, og var
að lokum sendur til Rússlands í
þeim furðulega tilgangi að reyna að
telja rússnesku stjórnina á að halda
áfram að berjast gegn Þjóðverjum.
Hinar frægu njósnasögur Maug-
hams, Ashenden, byggjast á þeirri
reynslu, sem hann öðlaðist á þessu
tímabili.
Förin til Rússlands reyndist
Maugham ofviða, því að þegar
hann kom aftur til Englands var
hann orðinn veikur af berklum.
Hann var sendur á heilsuhæli í
Skotlandi, þar sem hann stytti sér
stundir við að semja gamanleik og
drög að skáldsögunni Tunglið og