Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 12

Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 12
10 ÚRVAL að komizt verði lengra, eða þá snjó- flóð, — þegar hann að endingu sér logagyllt þök Pótalahallar blika í altæru loftinu, þá þykir honum fyrst sem nú sé komið á leiðarenda, að hér sé takmarkið, svo fögur er höll- in, óviðjafnanleg og engu öðru lík þar sem hún rís á Rauðafelli, en dalurinn breiðist í allar áttir um- luktur háfjöllum. En þegar inn er komið í dýrðar- höll þessa, þá er þar dimmt, fúlt og kalt. Dýrðin er öll hið ytra, en þó eru þar enn eftir leifar fornrar frægðar, því þetta er legstaður burt- genginna holdtekjumanna Amitabha og lik þeirra eru þar vegsamlegaum búin, sitjandi í þeim stellingum sem Hinu fullkomna hæfir, lökkuð og skreytt. Þarna var vetrardvalarstað- ur Dalai lama, og húsbúnaður hans kvað vera þar enn með ummerkj- um, en ekki burt færður eða glatað- ur. En um fjársjóð hans ógnarlega stóran segja Kínverjar, að honum hafi hann komið úr landi til Ind- lands, nokkrum árum áður en hann fór og njóti hans nú, en ekki vitum vér hvort flóttafólkið nýtur hans með honum, né hvort hann muni nú uppþurrinn. Þessi hin fegursta af höllum jarð- arinnar rís á Rauðafelli, og er sýnu hærri frá jörðu að sjá en háhýsin hérna inni í Hálogalandi, en miklu breiðari. Þök hennar glóa gulli skreytt, afarstórt rautt teppi hang- ir fyrir miðju ofarlega, tröppurnar vita sitt á hvað og þarf til þess mik- inn skilning að sjá fyrir hugskots- augum sér hvernig þær víxlast og hvað er hvað, en engan eiga þær sinn líka, og hér hefur bygginga- snilli mannsfólksins á jörðinni kom- izt hæst, í þessu augnayndi, hugar- yndi, hjartayndi. Upp um þær gengu burðarkarlar fyrrum í þeirri lest, sem aldrei þraut, og báru á baki sér vistir helgum mönnum sem í húsinu bjuggu, og hváð eina sem hafa þurfti, þraut aldrei þá hersingu á nótt eða degi. Og þjónaði höllin því markmiði sem henni var ætlað upp- haflega: að geyma hina ginnheilög- ustu af helgum dómum, líkami, sem löngu voru hættir að lifa, og orðnir leiðinlegir í sjón og enn verri í raun, en þetta vissi enginn, því þeir voru faldir. Þessir menn voru meðan þeir lifðu Holdtekja Amida Butsu eða Amitabha, Hins ómælanlega ljóss, en eru nú orðnir eins og hverjir aðrir náir, þótt huldir séu fegursta skarti. Er það mikið hlutverk og veglegt jarðnesku húsi, að geyma slíkt safn af ljóma jarðarinnar liðn- um. KLÆÐNAÐURINN Búningur kvenna í Tíbet er yfrið líkur því sem gerðist hér á landi á síðustu öld og fram á þessa, nema hvað pilsið, sem er haft skósítt, er áfast ermalausum upphlut, en skyrta sem líkist upphlutsskyrtu, og hefur langar ermar, er höfð innan undir, en við þetta er höfð þverröndótt svunta, heimaofin, tví- eða þrídúk- uð, og standast rendurnar aldrei á. Svuntur þessar mætti kalla dúk- svuntur, og mun engin kona svo aum, að hún eigi enga. Hárið flétta konurnar í tvær fléttur og skipta í miðju, öldungis eins og siður var hérlendis á fyrri árum, hár hafa þær slétt, hrafnsvart og gróft. Þessi bún-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.