Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 59

Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 59
ÓMALl IiINN ÚGRÍSKI OG ... . 57 at ek tók þat af Jómalanum“. Þá svarar Þórir ok segir at hann vill, at þeir fari upp á eina ok skipti fengi sínu. Gunnsteinn segir at þá skipti straumum ok mál væri at sigla. Síðan draga þeir upp strengi sína. En er Þórir sá þat, fór hann ofan í bátinn. Röru þeir til skips síns. Þeir Karli höfðu þá dreg- it segl sitt ok váru langt komnir, áðr Þórir hefði komit upp sínu segli. Fóru þeir þá svá at þeir Karli sigldu ávalt fremri, ok höfðu við hvárirtveggju allt slíkt, er máttu. Þeir fóru svá til þess, er þeir komu í Geirsver. Þar er bryggjulægi fyrst er norðan ferr. Þar kómu þeir fyrst hvárirtveggju aftan dags, og lögðu þar til hafn- ar í bryggjulægi. Lágu þeir Þórir inn í höfninni, en þeir Karli váru í útanverðri höfninni. En er þeir Þórir höfðu tjaldat, þá gekk hann á land upp ok þeir menn mjök margir saman. Fóru þeir til skips Karla. Höfðu þeir þá um búisk. Þórir kallaði út á skipit, ok bað stýrimenn á land ganga. Þeir bræðr gengu á land ok nokk- urir menn með þeim. Þá hóf Þórir ina sömu ræðu sem fyrr, at hann bað þá ó land ganga ok bera fé til skiptis, er þeir höfðu tekit at her- fangi. Þeir bræðr sögðu at engi nauðsyn væri á því fyrr en þeir kæmi heim í byggð. Þórir segir at þat var eigi siðvenja at skipta eigi herfangi fyrr en heima ok hætta svá til um einurð manna. Þeir ræddu um þetta nökkrum orðum ok þótti sinn veg hvárum. Þá snöri Þórir í brot. Ok er hann var skammt kominn þá veik hann aftr ok mælti, at förunautar hans skyldu bíða þar. Hann kallar á Karla: „Ek vil mæla við þik einmæli", seg- ir hann. Karli gekk í móti honum. En er þeir hittusk, lagði Þórir spjóti til hans á honum miðjum, svá at í gögnum stóð. Mælti þá Þórir: „Kenna máttu þar, Karli, einn Bjarkeyinginn. Hugðu ek ok, at þú skyldir kenna spjótit Sels- hefni“. Karli dó þegar, en þeir Þórir gengu aftr til skipsins. Þeir Gunn- steinn sá fall Karla. Runnu þeir þegar til ok tóku líkit, báru til skips síns, brugðu þegar tjöldum ok bryggjum ok heimtusk út frá landi. Síðan drógu þeir segl ok fóru leið sína. Þeir Þórir sá þat, þá reka þeir tjöld af sér, ok búask sem ákafligast. En er þeir drógu seglit,, þá gekk í sundr stagit. Fór seglit ofan þverskipa. Varð þeim Þóri þat dvöl mikil, áðr þeir kvæmi upp öðru sinni seglinu. Váru þeir Gunnsteinn þá langt komnir, er skriðr var at skipi þeira Þóris. Gerðu þeir Þórir bæði, sigldu ok röru undir. Slíkt sama gerðu þeir Gunnsteinn. Fóru þá hvárirtveggju sem ákafligast dag ok nótt. Dró seint saman með þeim, því at þeg- ar er eyjasundin tóku til, þá varð mjúkara at víkja Gunnsteins skipi. En þó drógu þeir Þórir eftir, svá at þá er þeir Gunnsteinn kómu fyr- ir Lengjuvík, þá snúa þeir þar at- landi ok hljópu af skipinu ok á land upp, en litlu síðar koma þeir Þórir þar ok hlaupa upp eftir þeim ok elta þá. Kona ein gat hólpit Gunnsteini, ok er svá sagt, at sú væri fjölkunnig mjök.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.