Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 71

Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 71
DAPRIR DAGAR OG BJARTAR VONIR 69 hins vegar alltaf með lífið í lúkun- um og gagnteknir öryggisleysi og glata því lífslönguninni. Við verð- um sífellt að efla með okkur hug- rekki til að halda aftur af óttanum. f þriðja lagi má yfirvinna óttann með kærleika. í Nýja testamentinu segir: „Þar sem kærleikurinn býr, finnst enginn ótti.“ Fullkominn kærleikur útrýmir óttanum. Kyn- þáttaaðskilnaðurinn byggist ekki sízt á ótta hvíta meirihlutans við að missa efnaleg forréttindi, breytta þjóðfélagsaðstöðu, giftingar milli hvítra og svartra og þurfa að aðlaga sig nýjum kringumstæðum. Og hvítu mennirnir reyna að útrýma þessum nagandi ótta með margs konar aðferðum. Sumir reyna að leiða hugann hjá spurningunni um samskipti kynþáttanna, aðrir stofna til fjöldamótmæla. Og að lokum eru þeir, sem halda, að þeir geti yfir- runnið óttann með grimmd og of- beldi gagnvart hinum svörtu bræðr- um sínum. En í stað þess að útrýma óttanum, leiðir þessi afstaða til enn meiri hræðslu og jafnvel sjúklegs sálarástands. Hvorki mótstaða, of- beldi né afskiptaleysi útrýmir hræðslunni við sameiningu kynþátt- anna. Það getur aðeins kærleikur og góðvild. Aðeins með því, að afstaða negr- anna sé byggð á góðvild og ofbeld- isleysi, lægir óttanna meðal hinna hvítu. Lítill minnihluti hvítu mann- anna sem þjáður er af sektarkennd, er hræddur um, að ef völd negr- anna aukist, muni þeir síðan hefna sín á þeim strax og þeir geta. Negrarnir verða að sýna hvítu mönnunum, að þeir hafi ekkert að óttast og séu fúsir að fyrirgefa og gleyma því liðna. Negrarnir verða að sannfæra hvítu mennina um, að þeir æski sams konar réttlætis fyrir þá báða. Fjöldasamtök, sem hafa að markmiði góðvild og ofbeldisleysi og sýna mátt sinn af stillingu og gætni, ættu að sannfæra hvíta fólk- ið um, að þar sem þau komast til valda, muni þau nota mátt sinn til uppbyggingar og framfara, en ekki hefnda og niðurrifs. í fjórða lagi sigrumst við óttann með trú. Alltof margir reyna að sigrast á vandamálum lífsins af ó- nógum andlegum kröftum. Þegar við hjónin vorum eitt sinn í leyfi í Mexíkó, ákváðum við að fara á veiðar nokkuð langt undan strönd- inni. Sökum lítilla fjárráða, tókum við á leigu gamlan og heldur léleg- an bát. Þetta kom ekki að sök fyrr en við vorum komin sextán kíló- metra undan landi og stórviðri í aðsigi. Við urðum þá lömuð af ótta, er við komumst að raun um, að báturinn var vart sjóhæfur. Fjöldi manns er í líkri aðstöðu og við vorum. Stórviðri og lélegir farkost- ir orsaka hræðslu þeirra. Einn allra traustasti þátttakand- inn í strætisvagnamótmælum í Montgomery var roskin svertingja- kona, sem við nefndum móðir Poll- ard. Þó að hún væri sárfátæk og ómenntuð, hafði hún djúpan skiln- ing á eðli hreyfingarinnar. Þegar hún hafði gengið í nokkrar vikur, spurði einhver hana, hvort hún væri ekki þreytt, en hún svaraði: „Fæt- urnir eru þreyttir, en sálin er hvíld.“ Kvöld eitt talaði ég á fjöldafundi í lok erfiðrar viku. Ég reyndi hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.