Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 47

Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 47
PABBI, MAMMA OG RAVIOLI 45 til þess að stöðva vélina, ef allt færi í handaskolum hjá mér. Ég stóð sem snöggvast alveg hreyfingarlaus og starði á skurð- blöðin, sem snarsnerust. Og ég reyndi að muna, hvernig pabbi var vanur að halda skónum og hreyfa hann til. Ég reyndi að muna hina síbreytilegu afstöðu milli skósins og skurðblaðanna á vélinni. Svo greip ég skóinn báðum höndum, lagði sólabrúnina að blöðunum ... og svo var ég byrjaður að fínskera og snyrta. Og mér til mikillar undrun- ar unnu blöðin sitt starf af hinni mestu prýði, a. m. k. þeim megin skósins, þar sem ég byrjaði. En svo var ég kominn að mjóu tánni fyrr en varði. Og ég fylltist sívaxandi ótta, þegar ég gerði mér grein fyrir því, að ég hafði ekki hugmynd um, hvernig ég ætti „að taka þessa snar- snörpu beygju“ fyrir tána. Og það var eins og skurðblöðin gerðu sér grein fyrir óákveðni minni og fumi, því að þau skáru skyndilega fast inn í sólabrúnina. Þau rifu skóinn úr höndum mér, svo að hann skall niður í málmgólfið fyrir aftan vél- ina. A1 var vel á verði. Hann ýtti handfanginu leiftursnöggt niður, og vélarnar stönzuðu. Ég skammaðist mín og óskaði þess, að Nancy hefði aldrei fæðzt . ... og ég ekki heldur. Svo teygði ég mig eftir skónum. Það voru þrjár ljótar skorur í sólaröndinni við tána. Ég gaf A1 merki um, að setja vél- arnar í gang að nýju. I þetta skipti hélt ég skónum þannig, að blöðin særðu aðeins rendur sólans. É'g gaf þeim aldrei tækifæri til þess að skera djúpt í leðrið. Mér fannst það taka mig margar klukkustund- ir að ljúka verkinu á þennan sein- virka hátt. En loksins var því lokið. Ég rétti A1 skóinn, sem virtist allur af sér genginn, og tók upp hinn skó- inn. Okkur tókst að ljúka viðgerðinni á skónum án annarra teljandi stór- slysa, burt séð frá einu smáslysi til viðbótar hinu fyrra. Þegar A1 ætlaði að fara að vefja pappír utan um skóna, tókum við nefnilega eft- ir því, að hann hafði málað hælana og sólarendurnar brúnar, sem var óheppilegt, þar eð skórnir voru svartir. A1 varð því að mála þá að nýju. Pabbi valdi einmitt það augna- blik til þess að stíga inn yfir þrösk- uldinn. „Hvað þið að gera?“ spurði hann með sínu sérstaka málfari. „Mér lofa að sjá.“ Hann gekk til okkar, tók skóna af A1 og skoðaði þá. Hann tók eftir skorunum, sem ég hafði óvart gert í sólaröndina við tána á öðrum skónum. Hann tók upp stykki af hörðu svörtu vaxi og bar það vandlega á skorurnar. Svo rétti hann A1 skóna aftur. Hann brosti stoltur á svip og sagði: „Þið vinna vel verk. Bráðum ég gera ykkur mínir félagar." A1 vafði pappír utan um skóna og rétti Nancy þá. „Þakka ykkur kærlega fyrir að hjálpa mér,“ sagði hún. „Hitti þig á morgun, Joe.“ „Bless, Nancy,“ svaraði ég. En ég leit ekki heldur upp núna. A1 fór út rétt á eftir, en ég varð kyrr og lauk við það, sem ég átti að gera fyrir pabba. Pabbi gekk að vinnuborði sínu, tók upp karl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.