Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 98

Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 98
96 ÚRVAL að koma auga á dýrið bak við þétí- ar greinarnar. Hundarnir ærðust við að sjá okkur koma, þeir geltu ákaft og stukku umhverfis trén. Ég kom fram undan tré og sá hvar tígrisdýrið stóð fast upp við trjábol, og sneri sér að hundunum með voða- legu urri. Það stóð þar opnu gini og eldur brann í grænleitum augun- um. Það reisti kampinn og hvert hár reis á hálsinum, klærnar sukku í trjábörkinn og það glytti á þær eins og væru þær nýbrýndar og fægðar. Þegar tígrisdýrið sá okkur, sinnti það ekki framar hundunum, en réðst móti okkur með snöggu öskri. En ekki þorði það betur en svo til við okkur, að það hætti við að stökkva síðasta stökkið, hjó tönnum í svörð- inn og hvæsti gapandi. Ég hélt andanum meðan Bogachov nálgaðist tígrisdýrið, sem var tilbúið að taka undir sig stökk. Hann hélt á úlpunni á spýtu. Allt í einu fleygði hann henni yfir ginið á dýrinu. Hvolpurinn hefur víst haldið að úlp- an væri lifandi, því hann læsti óð- ara í hana klóm og kjafti. Þetta var það sem Bogachev hafði verið að bíða eftir. Hann stökk upp á dýrið klofvega, fimur sem ungl- ingur, og lagðist á það með öllum sínum þunga og af öllu afli. Sam- stundis greip hann í hárið á hnakka dýrsins eins og með járnkló. En ekki hefði hann lengi varizt slíku ofur- efli ef við hefðum ekki komið hon- um til hjálpar. Nú dugði ekki að doka við. Við stukkum allir í einu og tók hver að sér það verk, sem Bogachev fól hon- um, og engin vettlingatök viðhöfð. Prokopi lagðist með hnéð á vinstri framfót dýrsins, og þreifaði eftir böndunum sem stungið var undir belti hans. Avdeyev, sem hafði náð fullum tökum á hægra fæti, hjálpaði mér með afturfæturna. Og nú var múllinn vel og vandlega bundinn fyrir kjaft og augu, og fætur fast- reyrðir, en dýrið hætti að streitast á móti. En rófunni hélt það áfram að lemja af heiftaræði í snjóinn, svo vel mátti sjá að því var ekki með öllu þrotinn móðurinn. „Jæja, þá bindum við hann,“ sagði Bogachov. Auðfundið var á hreimn- um í röddinni hve feginn hann var. „Farið þið varlega piltar. Hann er til alls vís.“ Og það var orð að sönnu. Dýrið reyndi á böndin hvað eftir annað af alefli, hnipraði sig saman og sveifl- aði sér nokkra hringi í snjónum eins og loðinn, gulur bolti. Svo gafst hann upp. Við hjuggum greinar af trjám til þess að búa honum hægt hvílurúm. Við kveiktum eld. Eftir að hafa fengið okkur te lögðum við af stað til að leita að læðunni, en Ferentsev var fenginn til að gæta fangans. Hálftíma síðar sáum við nýleg villigaltarspor, en læðan virtist mundu vera of langt i burtu til þess að henni yrði náð. Við náðum aftur þangað sem Ferentsev gætti dýrsins þegar langt var liðið á kvöld, og sátum við eldinn til að verma okk- ur þangað til dagur lýsti. Við gerð- um okkur sleða úr skíðum til að draga dýrið á. og lögðum upp heim- leiðis í dögun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.