Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 23

Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 23
SAGAN AF SKOZKA GRASAFRÆÐINGNUM . . 21 »Á meðal göfugustu sköpunarverka jarðar er hið volduga Douglas furutré. Það teygir sig upp í 200 feta hæð krýnt fallegri, blágrænni kórónu. Hinn voldugi stofn þess, umluktur dökk- um, rákóttum berki, sem getur ver- ið allt að fet á þykkt, getur orðið allt að 50 fet í ummál. Tréð nær sinni stórkostlegu hæð í frjósöm- ustu skógum jarðar, sem eru 25 milljónir ekra er teygja sig frá Mount Shasta í Kaliforníu allt norður í Brezku Kolumbíu. Douglas furutréð heitir eftir Dav- ið Douglas, hugrökkum, ungum, skozkum grasafræðingi, sem upp- götvaði tréð á rannsóknarferð sinni um norðvesturhluta Bandaríkjanna, fyrir meira en 140 árum síðan. Aðr- ir evrópskir ferðamenn höfðu séð og lýst furutrénu fyrir honum, en David Douglas var hinn fyrsti, sem safnaði fræjum þess og könglum saman, og hinn fyrsti sem sendi það til Englands — og menningar- innar. f tíu ár gekk hann, reri á barkar- bátum, eða gekk á þrúgum eða fór á hestbaki, tíu þúsund mílna vega- lengd í ókortlögðum skógi, og ár- angurinn varð sá, að Douglas kynnti fyrir Englendingum fleiri plöntur en nokkur annar vísindamaður: Valmúa frá Kaliforníu, margar teg- undir af lúpínum, Mariposa liljum, gulum túlipönum, rauðblómstrandi rifsberjarunnum, hið sígræna Ma- drona, hið fallega sitkagreni, stóru sykurfuruna, Monterey furuna og um það bil 200 tegundir af öðrum trjám og blómum. Grasafræðingur einn skrifaði 100 árum eftir dauða Douglasar: „Það er varla til sá blettur, sem kallast getur garður, hvort sem er í Evrópu eða Bandaríkjunum, þar sem ein- hver af uppgötvunum Davids Dougl- asar er ekki aðalatriðið. Nútíma garðyrkja á engum einstaklingi meira að þakka.“ í Scone í Skotlandi ólst David upp sem forvitinn og fjörlegur ná- ungi. Uglur voru gæludýr hans, og hann dáði Robinson Krúsó. Hann komst í kynni við sína einu og ævilöngu ást, grasafræðina, þegar faðir hans setti hann í læri 11 ára gamlan til aðalgarðyrkjumannsins á nálægum bóndabæ. Tuttugu og þriggja ára gamall var hann ráðinn í mikilvæga stöðu sem aðalsafnari Lundúnagarðyrkju- félagsins, og tuttugu og fimm ára að aldri sigldi hann til Fort Van- couver (sem nú heitir Vancouver, Washington), sem var verzlunar- staður Hudsonflóafélagsins, við Kolumbíuána. Næstu tvö árin lagði hann leið sína yfir stórt landssvæði, þar sem hvítur maður hafði aldrei stigið fæti fyrr. Oft ferðaðist hann einn. Stundum leigði hann sér leið- sögumenn af indíánakynstofnum eða fylgdist með skinnaleiðöngrum Hudsonflóafélagsins, Þeim mun lengur, sem hann dvaldi úti í eyðimörkinni, því meir líktist hann hetju sinni frá æsku- árunum, Robinson Krúsó. Hann var í buxum úr hjartarskinni, ullar- skyrtu, og var með stráhatt á höfð- inu, sem indíánastúlka hafði ofið handa honum. Um öxl bar hann byssu, sem hann notaði til að skjóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.