Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 127

Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 127
BIRKIKOFI 125 að eldhúsinu voru opnar, og þar unnu þrjár stúlknanna. Þær voru allar leiðar og niðurdregnar á svip- inn. Tom labbaði yfir til þeirra. „Svona, verið nú ekki í fýlu,“ sagði hann við þær,' „munið, að það er Valentínusarmessa í dag!“ „Já, er það ekki dásamlegt!" svaraði ein þeirra beizklega. „Hafra- grautur og uppvask! Þvílík veizla!“ Tom gekk aftur til glerbúrsins, rótaði þar til í skúffu og fann papp- írsörk og rauðan litblýant. Og svo teiknaði hann hjarta og ör, sem hafði stungizt í gegnum það. Og hjartað var jafnframt rangeygt, gleiðbrosandi andlit. Og undir þetta skrifaði hann: „Viljið þið, fíflin ykkar, ekki vera Valentínusarkær- usturnar mínar?“ Svo gekk hann fram í eldhúsið og rétti þeim blað- ið án þess að segja orð. Eftir augna- blik heyrðum við glaðlegt fliss framan úr eldhúsinu. „Það er þá að minnsta kosti einhver, sem hugsar til okkar,“ heyrði ég eina af stúlk- unum segja. Og síðan fóru þær að deila um það í góðu, hver ætti að fá að hengja listaverk herra Hugh- es upp á vegg í herbergi sínu. „Þetta var ekki neitt,“ sagði Tom svolítið önuglegar en venja hans var. „Þetta var alls ekki neitt, en það hafði samt sína þýðingu fyrir þær.“ Kannske var þetta mesta lít- ilræði, en það er einmitt heill sæg- ur af slíkum athöfnum og orðum, sem eiga sinn þátt í, að kraftaverk hinnar heilbrigðu skynsemi geta gerzt í „Birkikofa". Hinn undraverði árangur, sem náðst hefur í „Birkikofa“, hefur fyllt þá sérfræðinga undrun, sem starfa sjálfir að þjóðfélagslegri endurhæfingu afbrotaunglinga. Pró- fessor Hyman Grossbard frá Col- umbiaháskólanum er starfar sem ráðgjafi við ýmsar þekktar æsku- lýðsstofnanir, kom nýlega í heim- sókn til ,,Birkikofa“ og lýst þá undrun sinni yfir því að hitta þar svo margar afbrotastúlkur, „sem viðurkenna í raun og veru sjálfar, að þær hafi við vandamál að stríða, og vilja leysa þau,“ í augum leikmannsins virðist vel- gengni meðhöndlunarinnar einna helzt líkjast kraftaverki. En hversu mikið þetta kraftaverk er, gerði ég mér fyrst grein fyrir, þegar mér var boðið í hádegisverð til „Birki- kofa“ nokkrum vikum eftir fyrstu heimsókn mína þangað. Tammy litla Wells úr drykkjumannafjöl- skyldunni, stúlkan, sem kom frá heimili, þar sem algert upplausnar- ástand ríkti, var „húsmóðir“ við borðið. Hún var alúðleg og yndis- leg. Jane Hutchins með rauða hár- ið las borðbænina, og á eftir hjálp- aði Tammy þeim stúlkum, sem höfðu ekki nægilegt sjálfsöryggi, til þess að taka þátt í fjörugum sam- ræðum okkar. Stúlkurnar hegðuðu sér svo glæsilega, að hinn fínasti og dýrasti heimavistarskóli hefði getað verið stoltur af þeim. Og þær voru svo leiknar í öllum borðsið- um, að ég fór skyndilega að velta því fyrir mér, hvort, hvort ég við- hefði algerlega rétta borðsiði. Það var algerlega óskiljanlegt, að ég sæti þarna og borðaði hádegismat með 16 „erfjðustu stúlkunum“ í öllu Washingtonfylki. Seinna gerðist svolítill atburður,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.