Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 63

Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 63
JÓMALI HINN ÚGRÍSKI OG ... . 61 aðeins fjórir menn komizt í þau kynni við hina leyndardómsfullu gyðju, að þeir hefðu þar frá nokkru að segja. Einn þeirra var Bogdan Bryazga, kósakkaforingi, sem bar- izt hafði með Rússanum Yermak, hinum fræga eldibrandi Síberíu- landa. Þegar Bryazga var að brjótast fram með Kósökkum sínum niður með Irtisj fljóti árið 1582, komust þeir í námunda við helgistaðinn. Landsmenn voru skelfingu lostnir og söfnuðust þeir saman í víggirtu þorpi, og höfðu Jumala með sér til þess að biðjast fyrir. Maður nokkur af nálægum ættflokki, sem Bryazga sleppti úr haldi, komst inn í þorp- ið í dularklæðum, og sá hann gull- líkneskjuna. En þegar Kósakkar tóku þorpið með áhlaupi, var gyðj- an horfin. Þrem árum síðar féll hinn frægi Yermak í orrustu, sem háð var að næturlagi. Landsmenn fundu. lík hans í valnum, tóku þar spanga- brynju hans, sem var gjöf frá keis- aranum, og sendu hana til hinnar helgu fjárhirzlu Jumala. Lands- stjórinn yfir Tóbólsk-svæðunum, Ivan Khilov prins, reyndi síðar að hafa uppi á þessum herklæðum, en án árangurs. Á átjándu öld varð annar maður til þess að afla vitneskju um helgi- dóm Jumala. Grigory Novitsky, liðsforingi frá Kíev, sem hafði ver- ið viðriðinn uppreisnartilraun í Úkrainu, var sendur í útlegð til Tóbolsk, og þaðan var hann sendur í útlegð til Tóbolsk, og þaðan var hann sendur til Konda árinnar, á þær slóðir sem Bjarmar höfðu falið Jumala. Novitsky liðsforingi gerði ítrekaðar tilraunir til þess að finna gyðjuna, og leitaði á hverjum sam- komustað töframanna eftir öðrum í mýrum og skógum landsins, og lét hann að lokum líf sitt á þeim slóðum. Fréttir þær sem hann hafði af Jumala líkjast mjög því sem Herberstein hafði ritað tveim öld- um áður, en það má telja fullvíst að hann hafi ekki lesið bók hans. Annar rússneskur ferðalangur, Konstantin Nosilov, sem var að kanna lönd umhverfis Konda-ána árið 1904, hitt þar gamlan mann, sem sagði honum sögu af því, að Jumalalíkneskjan hefði fyrir löngu verið flutt austur fyrir Úralfjöll. En hann sagði ekki hvar hún væri geymd, annað hvort af því að hann hefur ekki vitað það eða ekki vilj- að ljóstra því upp. Hinn fjórði og síðasti þeirra, sem til frásagnar eru, heitir Anton Kadulin og er enn á lífi. Hann á heima í lítilli veiðistöð við Tyumen. Fyrir þrjátíu árum var hann starf- andi í litlu skógarþorpi sem heitir Nyurkoi, og kynntist hann þá ung- um fiskimanni af þjóðflokki Mansa, Danila Surgukov að nafni. Gamlar trúarhugmyndir voru þá sem óðast að hverfa og þar með vald töfra- mannsins, enda var hinn ungi Dan- ila genginn í pólitískt félag. Danila trúði Kadulin fyrir því að „gullna gyðjan" hefði verið flutt inn í þetta þorp á laun. Kadulin var maður sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, og komst hann að því hvar almúga- fólkið geymdi skurðgoð sín í litl- um kofa, og komst hann þar inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.