Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 42

Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 42
40 ÚRVAL verkjartilfellum. Frummaðurinn dró saman vöðvana til þess aS toga höf- uðið niður á við, þ.e- niður á milli axlanna, þegar hann reyndi að verja sig fyrir úrhellisskúrum regnskóg- anna. Nútímamaðurinn beitir oft vöðvum í hálsi, kjálkum og höfuð- leðri á alveg vissan hátt, þegar hann vinnur við störf, sem krefjast ó- breyttrar stöðu höfuðsins, t.d. þeg- ar hann ekur á móti skærum fram- ljósum eða í úrhellisrigningu, sem takmarkar útsýlni. Hann „festir“ vöðvana þannig í vissri, ósveigjan- legri stellingu. Sama gerir hann einnig sem viðbragð gegn sálrænu álagi. Er hægt að fyrirbyggja þenslu- og krampahöfuðverki? Lyf hafa ver- ið reynd, en þau hafa verið gagns- laus þangað til alveg nýlega. Það er ekki lengra en 3 ár, síðan það kom fram í rannsókn 5.000 sjúk- linga, að ekkert lyf, sem reynt hafði verið fram til þess tíma, hafði neitt meiri áhrif en venjulegar „platpill- ur“. Upp á síðkastið hafa væg róandi lyf verið notuð með dálitlum ár- angri. En þar er aðeins um bráða- birgðahjálp að ræða, þar eð þau breyta ekki orsök höfuðverkjanna. Það getur einnig hjálpað að tala við heimilislækninn um vandamálin. Engin kvalastillandi eða deyfandi meðul gagna að ráði. Athuganir, sem gerðar hafa verið af dr. Friedman við Montefioresjúkrahúsið og dr. A. H. Elkind við bandarísku heilbrigð- ismálastofnunina, benda til, að slík lyf „beri aðeinps nokkurn árangur í 50—60% tilfella miðað við 40—45% árangur náist, verður að draga úr verkjum með kvalastillandi lyfi og þenslu og krampa með deyfandi lyfi. Þeir lýsa yfir því, að með því að nota þessar tvær tegundir lyfja í sameiningu, megi „hjálpa 71% sjúkl- inganna.“ Dr- Seymour Diamond við Lækna- skóla Chicagoborgar segir, að höfuð- verkur sá, sem stundum hefur verið kallaður „blues“-höfuðverkur, sé stundum aðeins merki um dulið, innibyrgt þunglyndi. En sá, sem fær slíkan höfuðverk, verður jafnframt niðurdreginn og leiður. Slíkur höf- uðverkur kemur oft með reglulegu millibili, oft um helgar og í leyfum, og yfirleitt er hann verri að morgni dags en að kvöldi. Hann er oftast í hnakkanum. Venjuleg höfuðverkja- lyf gera oft ekkert gagn, og róandi lyf, sem draga oft úr þenslu- og krampahöfuðverk, geta jafnvel magnað þessa tegund höfuðverks. Verkir í höfði og stundum einnig verkir, sem dreifast niður í háls, öxl, handleggi og fingur, geta stafað af röskun á kjálkalið, sem stafar venju- lega af því, að bitið hefur verið á rangan hátt. Gera ætti ráð fyrir þessum möguleika, einkum ef það heyrist smellhljóð, þegar kjálkinn er hreyfður. Það má nota lyf til þess að draga úr vöðvakrampa í kringum liðinn. Einnig getur tannlæknir bú- ið um þetta á sérstakan hátt, þannig að neðri kjálkinn ýtist smám sam- an í rétta stöðu. Slæmt ástand augna er ekki nein meiri háttar orsök höfuðverkja, en samt veldur slíkt stundum höfuð- verk. Augnlæknirinn Dan Gordon við Cornellháskólann rannsakaði ein- mitt þennan möguleika og komst að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.