Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 81

Úrval - 01.08.1968, Blaðsíða 81
I-IESTAR ERU HENNAR YNDI 79 fyrstu verðlaunin í reiðhestakeppni kvenna. Hún hefur unnið Grand Prix verðlaunin í fjölmörgum Ev- rópulöndum og var fyrsti knapinn, sem vann þau tvisvar í röð í írlandi. Árið 1958 setti hestur, sem hún reið, met í hástökki og stendur það enn. Árið 1966 keppti hún við tvo þekkta brezka knapa í Madison Square Garden. Hestur annars þeirra hljóp vegalengdina á 31.8 sek., en hestur hins á 31.4 selt. Hest- ur Kathyar, Untouchable, hljóp vegalengdina hins vegar á nákvæm- lega 31 sekúndu. Fagnaðarlæti áhorfenda yfir sigri hennar voru gífurleg, og New York Times, sem löngum hefur verið þekkt fyrir hófsaman fréttaflutn- ing, birti mjög áberandi fyrirsögn, þar sem stóð: „Kathy Kusner vinn- ur í þriðja sinni sigur í stökki á landskeppni hestamanna.“ Þegar fréttamenn ræddu við Kathy að keppninni lokinni, sagði hún: „Un- touchable gerði allt eins og hann átti að gera.“ Þetta svar var mjög einkennandi fyrir hæversku Kathyar. Tamn- ingamaður einn, sem þekkir hana vel, sagði við mig: „Þegar ég bað hana eitt sinn að leyfa mér að sjá minningabók hennar með umsögn- um úr dagblöðunum um þær keppnir, sem hún hafði tekið þátt í, sýndi hún mér bók, sem aðeins voru í myndir af hestum. Ég spurði hana, hvers vegna hestamyndir væru aðeins í bókinni. Hún hló þá aðeins og sagði, að það hefðu fyrst og fremst verið hestarnir, sem áttu heiðurinn af sigrinum, það voru þeir, sem strituðu. Alþjóðlega stökkkeppnin er mjög erfið, og náið samband þarf að vera milli hestsins og knapans. Hlaupa- brautin, sem er 600 til 800 stikur á lengd er alsett fjölda hindrana, eins og grjótgörðum, limgerðum, síkjum, rimlagirðingum og díkjum. Og yfir allt þetta verður hesturinn að kom- ast klakklaust. Til þess að vinna, verða keppendurnir að koma hest- unum yfir hindranirnar á sem skemmstum tíma. En felli þeir ein- hverja hindrunina detti af baki eða sleppi úr stökki, dregur það mjög úr sigurmöguleikunum. Hér áður fyrr var reiðmennska fyrst og fremst stunduð af yfirstétt- unum, og tóku riddarar og hermenn einkum þátt í hestasýningunum. Nú eru riddararnir og hermennirn- ir horfnir af sjónarsviðinu, en þrátt fyrir það, hefur áhugi á hesta- mennsku og veðreiðum í Banda- ríkjunum aldrei verið eins mikill og hann er nú. Þar eru milli 6 og 7 milljónir hesta. Fyrir fáum árum voru innan við 300 opinberar hesta- sýningar árlega. Nú eru þær 725. Og meirihluti hinna nýju hesta- manna eru konur. Þetta eru hús- mæður, einkaritarar og ungt fólk, piltar og stúlkur. En enginn þeirra hefur náð eins langt og Kathy Kusner. Kathy á heima í Elkridge-Har- ford í Monton. Líf hennar snýst næstum eingönguum'hestana og hún æfir sig að minnsta kosti fjórar klukkustundir á hverjum degi. Hún hvorki reykir né neytir víns. Hún tekur daginn snemma og er jafn- an komin á fætur kl. 6 á morgnana. Frá því snemma á morgnana og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.