Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 3
FORSPJALL
TVÆR FRÆGAR persónur á sviði
stjórnmála koma við sögu í þessu
blaði — önnur lífs, en hin liðin.
Báðar reyndust þœr sameiningar-
tákn þjóðar sinnar á hœttulegum
tímum og báðar gœddar umtals-
verðum kjarki, fórnarlund og þraut-
seigju.
GOLDA MEIR gerðist forsœtisráð-
herra ísraels um það leyti sem flest-
ir aðrir setjast í helgan stein að
loknu löngu œvistarfi. Hún ein gat
sameinað þjóðina, þegar erfiðir tím-
ar voru framundan. Deilan fyrir
botni Miðjarðarhafs er daglega í
fréttunum, og eins og sakir standa
er talið ólíklegt að takast megi að
semja um varanlegan frið. Það
hlýtur að vera erfitt að ákvarða
stefnu ísraelsmanna, þegar þannig
er í pottinn búið. En Golda Meir
lætur engan bilbug á sér finna, þótt
hún sé komin á áttrœðisaldurinn.
Hún veit, að ísraelsmenn eiga sér
eitt leynivopn, sem erfitt mun reyn-
ast sérhverjum óvini að slá úr
höndum þeirra: Þeir eiga ekki í
annað hús að vendal Þeim var feng-
ið þetta land til umráða eftir enda-
lausar hrakningar og ofsóknir;
Ísraelsríki er þeirra eini griðastað-
ur í heiminum og hann munu þeir
verja fram í rauðann dauðann.
Landið er tilveruréttur þeirra og
framtíð. Þegar kvartað er yfir því
við Goldu Meir, að hún sé þrjózk
og sýni ekki nægilega samnings-
lipurð í hinum viðkvæmu og hœttu-
legu deitumálum þjóðar sinnar,
svarar hún œvinlega á þessa lund:
„Nágrannar okkar vilja okkur
feiga. En við erum staðráðin í að
lifa. Þegar þannig er ástatt getur
eðlilega ekki orðið mikið um samn-
ingsumleitanir.“
NAFN CHURCHILLS ber hærra í
sögunni, enda hefur hann verið
kjörinn maður þessarar aldar. Lík-
lega verður Churchills minnzt í
framtíðinni aðallega sem mannsins,
sem var forsætisráðherra Bretlands
á stríðsárunum; mannsins, sem tókst
á undraverðan hátt að stappa stál-
inu í þjóð sína, þótt hann lýsti þvi
Kemur út mánaðarlega. Útgefandl: Hllmir hf„
Skipholti 33, Reykjavík, pósthólf 533, simi 35320.
Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Afgreiðsla: Blaðadreif-
ing, Skipholti 33, sími 36720. Verð árgangs krónur
600,00. I lausasölu krónur 60,00 heftið. Prentun og bókband: Hilmir hf.
Myndamót: Rafgraf hf.
V______________________________________________________________________________)
,Q