Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 53
MARTRÖÐ í LAUREL
51
skemmdur á teinunum fram undan.
Guði sé lof! hugsaði hann. Ég get
komið honum í hurt héðan!
Hann setti talstöðina í samband
og séndi vélstjóranum þessa orð-
sendingu: „Tengdu“!
GANGAN LANGA.
Chandler vissi, að það tæki tíma
að aka eimreiðunum aftur á bak
að. vögnunum, tengja' vagnana við
þær og mynda þrýsting í bremsu-
leiðslunum. Þrátt fyrir þá miklu
hættu, sem hann stofnaði sér í,
ákvað hann að halda áfram með-
fram teinunum og reyna að losa
um hemlalæsta vagnana eins ná-
lægt eldinum og mögulegt yrði og
bjarga þannig eins mörgum vögn-
um og frekast yrði unnt.
Nú kvað við þriðja sprengingin
beint fram undan Chandler. Log-
andi geymisvagn þaut skyndilega
upp úr eldhafinu. Hann lenti á
bakhlið húss eins og kastaðist til
baka yfir götuna, reif niður raf-
línur og stöðvaðist svo loks í bak-
garði einum. Og eftir örfáar mín-
útur höfðu kviknað eldar í öllum
húsum við götuna. Nú var allt
brunalið bæjarins komið á vett-
vang með öll sín tæki. En bruna-
liðsmennirnir komust ekki nógu
nálægt eldhafinu. Þeir urðu að
stanza um 2—3 götulengdum frá
mesta eldhafinu.
Hitinn frá eldhafinu var alveg
að gera út af við Chandler. Hann
var þegar illa brenndur á andliti,
hálsi og höndum. Hann dró frakk-
ann yfir höfuðið. Samstundis fann
hann lyktina af brenndri ull. I
nokkur hræðileg augnablik fannst
honum, að hann væri að anda að
sér gasi frá geymunum.
Loks komst hann að fjarlægari
enda vörufluntingavagnanna, sem
voru enn á teinunum. Þeir voru
61 talsins fyrir framan vagnana,
sem oltið höfðu, en svo voru einnig
vagnar á teinunum fyrir aftan oltnu
vagnana. Chandler sneri baki í
ofsahita eldhafsins og lokaði fyrir
loftlokan á aftasta vagninum. Um
leið kvað við enn önnur ofboðsleg
sprenging. Var það sú mesta enn
sem komið var. Sprenging þessi
kvað við inni í miðju eldhafinu
og skellti honum á hnén. Tveir af
propanegasgeymunum höfðu sprung
ið í einu.
Chandler var hálfringlaður.
Hann hélt enn dauðahaldi í tal-
stöðina. Hann skrúfaði frá henni
og tilkynnti vélstjóranum á eim-
reiðinni: „Ég er enn heill á húfi.
Ég loka núna fyrir leiðsluna“.
Venjulega tekur það fimm mínút-
ur, þangað til loftið í hemlaleiðslu
hefur myndað nægan þrýsting. En
það voru aðeins liðnar brjár mín-
útur, þegar Chandler bað véla-
manninn að byrja að láta eimreið-
ina toga vagnalestina. Nú var farið
að rjúka úr fötum Chandlers. Hjól-
in voru enn hálflæst, en vagnarnir
hreyfðust samt. Nú voru liðnar þrjá-
tíu mínútur, síðan hluti lestarinn-
ar hafði oltið af teinunum.
„GET ÉG HJÁLPAГ?
Fyrir aftan oltnu vagnana voru
einnig 63 vagnar á teinunum, þar
af 11 vagnar með propanegasgeym-
um. Hafði þá ekki sakað enn. Við
fyrstu sprenginguna höfðu þeir