Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 45
BEZTU STUNDIR CHURCHILLS ...
mig í hlé um stund og beið. Kom
þá brátt í ljós í hvernig skapi hann
var, þegar hann vaknaði. Væri hann
með skop á vörum, var dagurinn
framundan venjulega erfiður, en
segði hann aðeins „Góðan daginn,
Norman!“ þá var framundan heilla-
dagur.
Meðan hann drakk appelsinusaf-
ann, dró ég frá glugganum og ósk-
aði jafnan að veðrið væri gott.
Svo gekk hann í morgunsloppn-
um sínum út að glugganum, stóð
þar um stund og horfði út. Væri
rigning eða þungbúið veður, for-
mælti hann veðrinu langan tíma,
meðan ég lagfærði í rúmi hans. Með-
an hann stóð þannig út við glugg-
ann, lagði ég tvo baksvæfla í rúm-
ið og tvær þykkar svampdýnur,
sem hann hvíldi olnbogana á. Ann-
ars gat hann ekki borðað árbítinn
í rúminu á sængurborðinu, sem var
gríðarstórt, likast skrifpúlti. Hann
varð sár á olnbogunum, ef hann
hafði ekki svampdýnurnar, sagði
hann.
Churchill hafði ýmsar sérstakar
siðvenjur, sem einnig komu fram er
hann snæddi árbít sinn. Hann vildi
alltaf fá eina könnu af te og geysi-
stóran bolla. En hann drakk heldur
ekki meira te allan daginn, nema
þennan eina bolla á morgnana. Væri
heitur réttur á morgnana, varð hann
jafnhliða að fá kaldan; með bacon
/ söjyunni verönr Churchills aö öllum
líkindum minnzt fyrst og fremst sem
mannsins, er var forscetisráöherra
Bretlands í síðari heimsstyrjöldinni.
Hér skoöar Churchill skemmdir á
neöri málstofu brezka þingsins, sem
uröu % loftárásum Hitlers á Lundúni.