Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 11
9
30. ÁR
9. HEFTI
SEPTEMBER
1971
Hægí er að nú betri árangri í næslnm hvers konar sköpunar-
starfi sem er með því einfaldlega að ræða
starfið i einrúmi við sjálfan sig.
Reyndu
að ía/a við
sjálfan þig
ÚRDRÁTTUR ÚR EMPIRE
EFTIR WILLIAM D. ELLIS
*
*
*
*
E
g varð að ganga í gegn-
um dagstofu frú Nell
Daley, sem ég leigði
híá- En ég varð að
ganga þar í gegn, til
að komast upp í íbúð
mína uppi á lofti. Þegar ég kom heim
úr vinnunni á kvöldin, fann ég stöð-
ugt til návistar einhvers í dimmri
stofunni, en ég vildi ekki láta líta
svo út, sem ég væri að hnýsast, svo
að ég skimaði ekki í kringum mig
til þess að finna hinn óþekkta.
Kvöld eitt voru ljósin kveikt
snögglega, þegar ég var að ganga
í gegnum stofuna. Frú Daley reis
upp úr stól, sem hún sat í. „Hvers
vegna siturðu svona ein í myrkrinu
kvöld eftir kvöld“? spurði ég ósjálf-
rátt. Hún brosti til mín og svaraði:
„Ég á 10 mínútna samtal við.sjálfa
mig einu sinni á dag, rétt áður en
allir koma heim“.
Á heimili Nell Daley var þá stjúp-
sonur hennar, sem var nýkominn
heim úr stríðinu, einnig eiginkona
hans, og áttu þau í erfiðleikum þá
um hríð með að koma undir sig
fótunum að nýju. Þar var líka bróð-
ir Nell Daley. Hann var ekkill og
var nýkominn á eftirlaun, en var
að læra nýtt starf, sem hann ætl-
aði nú að vinna. Þar voru einnig
tvær fallegar dætur hennar á tán-
ingaaldrinum. Og leið ekki sú vika,
að þær þyrftu ekki að leysa eitt-