Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 61

Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 61
DÁÐASTA LEIKKONA HEIMS 59 hús við Avenue de Villiers, sem kostaði hálfa milljón franka. Þessa peninga hafði hún skrapað saman með alls konar lánabraski, og skrif- borðið hennar var fullt af reikning- um og lánakvittunum. Þrátt fyrir tiltölulega lág laun, lifði hún hátt og var alltaf gjafmild. Hún var bú- in að taka hina hollenzku ömmu sína til sín, sömuleiðis yngstu syst- ur sína, Reginu. Þær pössuðu ekki inn í rammann hjá hinni fögru Júl- íu. Júlía kom einstaka sinnum í heimsókn og þá lagði hún venju- lega eitthvað af mörkum til fram- færslu fjölskyldunnar, en sveif svo burt, brosandi og umvafin ilmi. Sarah elskaði fjölskyldu sína og umvafði hana ástúð og umhyggju. Hún gat verið erfið og þrjózk við aðra, en aldrei við fjölskylduna. í London tók Sarah stærstu ákvörðun í lífi sínu. Það kostaði 100.000 franka að rjúfa samninginn við Comédie Francaise, en hún tók áhættu. Þegar hún kom til Parísar streymdu vinir hennar úr bók- mennta- og listaheiminum heim til hennar til að fá hana ofan af þessu brjálæði, en hún lét ekki segjast. Hún gekk um borð í gufuskipiö L‘Amerique; í Le Havre, með sex leikrit í töskunni og fyrsta einka- leikflokk sinn. í New York fékk hún konung- legar móttökur. í þrjá mánuði hafði verið rekin mikil auglýsingastarf- semi um „mestu leikkonu Frakka“, og pésum um líf hennar verið út- býtt ókeypis, en aftur á móti kost- aði pési um „ástir Söruh Bern- hardt“ 25 sent, en hann var vel þess virði, því að þar frétti Sarah að hún væri laundóttir Napóleons III. eða jafnvel Píusar páfa IX. Hún átti fjögur. börn, öll feðruð, en var samt ógift. —• Það er aldrei of mikið af aug- lýsingastarfsemi, sagði einn leikhús- stjórinn við hana, til að róa hana, og Sarah tók sér orð hans til inn- tektar, og fylgdi þeim allt sitt langa líf. Fyrsti sigur hennar í Ameríku, var í hlutverki „Kamelíufrúarinn- ar“. Þetta leikrit er um hina fögru gleðikonu Marguerite sem afsalar sér ástinni sinni, vegna þess að ætt- ingjar ástvinarins særðu hana til þess. Þegar Sarah fór frá Ameríku, eft- ir sjö mánaða leikferð, hafði hún unnið sér inn rúma milljón franka. Áhorfendur tilbáðu hana, enda átti hún eftir að fara sjö sinnum til Ameríku. En hvað fannst fólkinu í París? Var það hreykið af hinni dáðu stjörnu? Sú var ekki raunin. Meðan hún var fjarverandi höfðu blöðin í París skrifað háðulega um hana; sögðu að „hin guðdómlega Sarah“ væri orðin sirkustrúður í Ameríku, sögðu lygasögur af því að hún kæmi fram í sirkustjöldum, með dansandi fíl- um. Aumingja Sarah, sem alltaf var í peningavandræðum, og alltaf í leit að hjörtum, aðdáun og blómvönd- um. Það var skiljanlegt að Ame- ríkumenn gerðu ekkert annað en að hlæja að henni. Þannig voru frétt- irnar í Frakklandi . . . Sarah fann kuldann og andúðina í París og nú varð hún að finna ein- hver ráð til að vinna hugi Parísar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.