Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 124
122
ÚRVAL
helzta máttarstoð mannréttindabar-
áttunnar.
Stevens barðist með kjafti og
klóm fyrir því, að 14. stjórnarskrár-
breytingin yrði samþykkt og
ákvæðum hennar framfylgt. En
hann vildi samt fá samþykktar enn
róttækari og ákveðnari breytingar
og hófst handa við að gera uppkast
að 15. stjórnarskrárbreytingunni.
Hún náði að vísu ekki samþykki
fyrr en eftir dauða hans, en hún
tryggði kosningarrétt til handa öll-
um borgurum landsins, hver svo
sem kynþáttur þeirra eða litarhátt-
ur var. Hann barðist fyrir samþykkt
laga um stofnun til aðstoðar leys-
ingjum, en samþykkt þeirra varð
til þess, að fátækir negrar og hvítir
fátæklingar fengu matgjafir og börn
þeirra ókeypis skólagöngu. Hann
vann að því að koma á laggirnar
dómstólum til tryggingar því, að
leysingjar gætu náð rétti sínum.
Dómstólar þessir nutu stuðnings
stjórnarhersins, þegar með þurfti.
Þessi gamli og klunnalegi maður
var nú ómótmælanlega hinn raun-
verulegi leiðtogi þjóðþingsins. Þeg-
ar hann reis á fætur til þess að taka
til máls, tautaði hann fyrst við sjálf-
an sig, en þingmenn þögnuðu og
andrúmsloftið fylltist eftirvæntingu.
Skyndilega lyfti hann höfði. Hann
hnyklaði dökkar brýrnar og lyfti
löngum vísifingrinum upp í áherzlu-
skyni. Og rödd hans kvað við, sterk
og lífmikil. Hann talaði enga tæpi-
tungu, heldur korn sér beint að efn-
inu.
Hann hélt því fram, aS ekkert
þeirra ríkja, sem sagt höfðu sig úr
ríkjasambandinu ætti að fá inn-
göngu í það aftur, fyrr en það hefði
veitt öllum þegnum sínum fullan
kosningarétt. Hann vildi einnig, að
allar stórar plantekrur yrðu gerðar
upptækar og að hverjum leysingja
yrðu gefnar 40 ekrur lands. John-
son forseti fylltist skelfingu, er
hann heyrði þessa róttæku uppá-
stungu. Og hann lýsti því yfir op-
inberlega, að Stevens væri land-
ráðamaður, sem ætti skilið að verða
hengdur. Stevens kallaði forsetann
aftur á móti skálk og fífl. Þegar
einn þingmannanna reyndi að koma
á sáttum á milli þeirra með því að
bera í bætifláka fyrir Johnson for-
seta við Stevens og leggja áherzlu
á, að forsetinn „væri sjálfgerður
maður“, svaraði Stevens bara í
styttingi. „Gleður mig að heyra það.
Það leysir Guð Almáttugan undan
þungri ábyrgð.“
Síðan hófust opinber ríkisréttar-
höld. Hinum róttæku tókst ekki að
fá forsetann rekinn frá völdum. Þar
munaði þó aðeins einu atkvæði.
Stevens dró sig í hlé á heimili sínu
í Washington, vonsvikinn og sjúk-
ur. Hann varð sífellt var við, að
leysingjar urðu að mæta fáfræði og
kynþáttahleypidómum, sem urðu
þeim fjötur um fót. Honum fannst
því sem hann hefði alls ekki náð
settu marki í baráttu sinni og lífs-
starf hans væri unnið fyrir gýg. Það
var aðeins hin kaldhæðnislega
kímnigáfa hans, sem hélt örvænt-
ingu hans í skefjum. Einn gestur
Stevens sagði eitt sinn við hann í
kurteisisskyni, er hann var orðinn
76 ára, að hann liti vel út. Þá svar-
aði Stevens: „Það er ekki útlit mitt,
sem veldur mér áhyggjum, heldur