Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
það var næstum ótrúlegt, —■ var
hún kona, — eða var .hún draum-
ur. Hún var sannarlega kona, —
kona sem þorði að lifa lífinu eftir
eigin geðþótta. En henni var allt
fyrirgefið, hún var „hin guðdóm-
lega Sarah.“ Hún gerði meira fyrir
aðra, en aðrir gerðu fyrir hana, og
þess vegna var hún oftast ham-
ingjusöm. En hún fór ekki varhluta
af sorginni, komst fljótt að því að
ást getur fljótlega snúizt í hatur.
Quand mémé, þrátt fyrir allt, var
eftirlætis orðtæki hennar. Þrátt fyr-
ir mótbyr og sorgir, stóð hún á
leiksviðum Parísar, eða einhvers
staðar annars staðar í heiminum, í
sextíu ár. Það var ekkert sem gat
hindrað það.
Móðir Söruh Bernhardt hét Júlía
og var hollenzk að uppruna. Hún
var af fátæku fólki komin og varð
snemma að vinna fyrir sér. Hún
vann í tízkuverzlun á vinstri bakka
Signu, og var svo falleg að karl-
menn tóku strax eftir henni. Um
jólaleytið hitti hún ungan stúdent,
á veitingastofu í Quartier Latin;
hann hét Edouard Bernhardt og
var auðmannssonur frá Le Havre.
Þau urðu strax ástfangin hvort af
öðru og Edouard leigði litla íbúð
handa vinkonu sinni. I þeirri íbúð
fæddist dóttir þeirra Sarah. En þá
höfðu þau slitið samvistum, Edou-
ard var farinn til Le Havre og vann
að fyrirtæki föður síns, og Júlía
hans veitti öðrum blíðu sína. Þegar
Edouard frétti að hún hefði fætt
dóttur, flýtti hann sér til Parísar og
viðurkenndi faðernið opinberlega.
Hann lagði sinn skerf til framfærslu
Söruh, meðan hann lifði. En Sarah
hitti sjaldan föður sinn, hann var
oftast á ferðalögum í verzlunarer-
indum.
Móðir Söruh varð þekkt gleði-
kona í samkvæmissölum Parísar.
Hún var tilbeðin og elskuð og var
stórkostlega fögur. Hreyfingar henn-
ar voru fullar yndisþokka. Hún tal-
aði ekki mikið, en var því snið-
ugri. Á hverju kvöldi hafði hún
opið hús, í ljómandi íbúð sinni á
rue Saint Honoré — þeir karlmenn
sem hún veitti blíðu sína, héldu yf-
irleitt tryggð við hana ævilangt. Sá
sem var fremstur í flokki var her-
toginn af Morny, stjúpbróðir Napó-
lenons III. Hann var mjög áhrifa-
ríkur maður í Frakklandi, hjarta-
góður og gjafmildur, ekki sízt við
dætur hinnar fögru Júlíu, Söruh,
Jeanne og Reginu.
Það sem aðallega angraði Söruh
og gerði henni lífið leitt, var að
móðir hennar var ekki góð við
hana; hún dáði aðeins hina kátu og
hlýðnu Jeanne. Sarah tók sér þenn-
an kulda móðurinnar mjög nærri.
En hún tók þá afstöðu að gjalda í
sömu mynt, lífið, sérstaklega það
líf sem hún var ásjáandi að kenndi
henni að brynja sig fyrir því. Hún
varð taugaóstyrk, yfirspennt, eirð-
arlaus og þunglynd. En stundum
varð hún ofsalega kát. Það sem
fór mest í taugarnar á henni, var
tilgangsleysið í lífi móðurinnar, því
að Sarah var dugleg og framtaks-
söm. Hertoginn af Morney sá að
hin fagra ástmey hans leið sálar-
kvalir vegna framkomu þessa und-
arlega barns, og hann stakk upp á
því eitt kvöldið, að Sarah sneri sér