Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
samt áfram að setja met. Á endan-
um náði ég mér samt niðri á hon-
um. Kvöld eitt, þegar við sátum
nokkrir á löngum bekk og biðum
eftir því, að undankeppnin hæfist,
fann ég greinilega, að ég vakti óróa
Gottvalles. Gottvalles var tauga-
óstyrkur og mikill tilfinningamað-
ur. Því færði ég mig nær honum,
þangað til ég sat næst honum. Hann
færði sig frá mér, og ég færði mig
þá enn nær honum. Loks stóð hann
upp af bekknum og lagði af stað til
búningsklefans. É’g elti hann. Hann
gekk að þvagskál, og þótt bnnur
þvagskál væri laus, stóð ég fyrir
aftan hann og beið þess, að hann
lyki sér af. Hann snerist síðan á
hæli og hljóp næstum út úr bún-
ingsklefanum.
Þjálfun, þrotlaus æfing og hæfni
er ekki nóg til þess að vinna. Keppn-
in vinnst í huganum. f 100 metra
keppninni átti ég að keppa gegn sjö
hröðustu sprettsundgörpum heims-
ins. Fimm þeirra höfðu ekki æft
sig undir neitt annað en þetta eina
sund. É'g varð því að beita sál-
íræðilegum bardagaaðferðum gegn
öllu heila liðinu.
Flestir þeirra, sem ég þekkti af
þeim, sem líklegastir voru til að
komast í úrslit, vildu helzt synda
fyrstu 50 metrana mjög hratt og
reyna svo að halda forskotinu í
bakaleiðinni. Ég var sá eini, sem
vildi helzt synda hraðar í bakaleið-
inni, og var það fyrst og fremst
vegna þess, að ég var vanur að
synda langar vegalengdir og hafði
því mikið þol.
EÍg fór því að tala um seinni hluta
sundsins, þ. e. bakaleiðina. Þegar
emhver spurði mig, hverjar horf-
urnar væru fyrir mig í „100 frjálsu“,
sagði ég eitthvað á þessa leið: „Sko,
ég er æfður í þolsundi. Það getur
verið, að hraðinn sé ekki neitt stór-
kostlegur, en mér gengur alltaf vel
í seinni hlutanum.“ ’Ég vildi, að
hver og einn af keppinautunum
gerði sér grein fyrir því, að hann
yrði að sigra mig í fyrri hluta
sundsins, ætlaði hann sér það á
annað borð að sigra mig, vegna
þess að honum tækist það aldrei í
síðari hlutanum.
Þegar opnunardagurinn nálgað-
ist, gat ég séð, að ýmsir þátttakend-
ur urðu taugaóstyrkir. Það lá við,
að þeir segðu upphátt: „Ó, guð
minn góður . . . ef ég vinn nú ekki
. . .!“ É'g gerði mér allt far um að
slaka á innra með mér og vera ró-
legur. Vissulega vildi ég vera vel
undirbúinn andlega ekki síður en
líkamlega undir hina hörðu keppni.
Sg vildi jafnvel verða æstur af eft-
irvæntingu vegna keppninnar, sem
brátt hæfist, en samt ekki svo, að
ég yrði miður mín af æsingu. Ég
gerði mér allt far um að haga lífi
mínu samkvæmt þjálfunarreglun-
um, bæði þjálfuninni sjálfri, hátta-
tíma og fótaferðartíma. Ég fór allt-
af í rúmið á sama tíma og einnig á
fætur á sama tíma. Og ég gætti þess
að borða rétta fæðu. Ég náði af mér
nokkrum pundum, svo að ég yrði
léttari en þegar ég var í þjálfun. Og
ég hef aldrei gleypt eins margar
vítamínpillur á ævinni.
Svo fór ég að borða meira af kol-
vetnum, þegar aðeins nokkrir dag-
ar voru eftir til keppninnar. Þau
veita manni skjóta orku, orku, sem