Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 81
79
LÍTIÐ EITT UM DRAUGA
Úr þessu má þó ekki gera of
mikið. Margt af þessu má fullvel
skýra með einu undirstöðulögmáli
allra töfra: það sem gert er við eft-
irmynd kemur fram á fyrirmynd-
inni og öfugt. Nú er sálin um margt
eftirmynd líkamans, og sú trú var
algeng að skaðar eða áverkar sem
sálin varð fyrir í hamförum eða
holdgun kæmu fram á líkamanum
sem á meðan lá sofandi eða í dái.
Á sama hátt getur það sem gert er
við líkamann haft áhrif á sálina, og
þannig getur afhöggvinn haus lagð-
ur við þjó hafa verið talinn hindra
aíturgöngu, án þess að menn hafi
beinlínis búizt við að skrokkurinn
sjálfur færi á stjá.
En hvort sem þessi trú á að
skrokkurinn sjálfur gengi aftur hef-
ur verið jafnalgeng og sumir hafa
ætlað eða ekki, verður hinu ekki
móti mælt að náin tengsl voru á
milli afturgöngu og líkamans í gröf-
inni. Hola stungin í leiði olli fóta-
kulda, og sagt er að drykkjumaður
hafi eitt sinn mælzt til þess að
áfengi væri hellt yfir gröf hans og
kveðið við það tækifæri þessa stöku:
Helltu út úr einum kút
ofan í gröf mér búna.
Beinin mín í brennivín
bráðlega langar núna.
Þá var dauðum mönnum ævin-
lega annt um bein sín og gerðu iðu-
lega vart við sig væri við þeim
hróflað. En slíkt hefur aldrei verið
talið til draugagangs á fslandi, þótt
dauðir menn létu til sín heyra að
gefnu tilefni.
Þótt aðeins fáeinir gengju raun-
verulega aftur, gátu allir átt það
til. Engan var hægt að útiloka frá
því fyrirfram, en þó voru menn
mjög misjafnlega líklegir til þess.
Hættast við afturgöngu var mönn-
um sem þegar í lifanda lífi skáru
sig úr á einhvern hátt, voru ein-
rænir og ómannblendnir eða ill-
gjarnari en almennt gerist. Þá
gengu iðulega aftur menn sem létu
lífið voveiflega, fórust af slysförum
eða lögðu hönd á sig sjálfir. Sú trú
að þessir menn gengju aftur öðr-
um fremur mun eiga skylt við for-
lagatrú. Menn sem fórust sviplega
og þá einkum sjálfsmorðingjar
höfðu ekki lifað allan þann tíma
sem þeim var í öndverðu áskapað
af æðri máttarvöldum, og voru því
dæmdir til að vera á ferli sem
draugar þar til sá tími var úti. Þá
fara margar sagnir af mönnum sem
höfðu í heitingum fyrir andlátið
eins og Gvendur Loki eða dóu með
formælingu á vör. Mátti telja nokk-
uð öruggt að þessir menn gengju
aftur og leituðust við að koma fram
þeim hefndum dauðir sem þeim lá
heitast á hjarta lifandi. Og enn aðr-
ar ástæður gátu valdið afturgöngu.
Nirflar gengu aftur til fjár síns, ást-
fangnir menn vitjuðu heitkvenna
sinna og svona mætti lengi telja.
Til varnar gegn draugum eru ým-
is ráð. Krossmarkið var að sjálf-
sögðu öflugt og sama gilti um guðs-
orðabækur og bænalestur. — Séra
Björn Halldórsson í Sauðlæksdal
segir í Atla að hanagal fæli drauga,
og má vera að það standi í sam-
bandi við að haninn er morgunfugl,
boðberi hins nýja dags, en draug-
um er myrkur kærara en sólar-
gangur. Draugum er lítið um kvik-
naktar manneskjur gefið, og hefur