Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 32
Arið 2000 verður íbúatala jarðar komin upp í
sex milljarða. Og />á vaknar spurningin, lworl hafið geti þá risið
undir þörf okkar fyrir eggjahvítuefni.
Hve stórt
er forðabúr
hafsins?
orstjóri FiskveiSa. og
vK hafrannsóknastofnunar
\V
(t)* Sovétríkj anna, A. Bog-
|| danof, sagði nýlega í
^ viðtali við blaðið Sos-
ialistítsjeskaja industr-
ia, að það sé mjög stutt síðan, að
flestir hafrannsóknamenn hefðu
hiklaust og skilmálalaust lýst því
yfir, að fiskistofnar í höfunum væru
í reynd óþrjótandi.
— En, heldur Bogdanof áfram,
eggj ahvítuskorturinn er raunveru-
leg hætta fyrir mannkynið. Sam-
kvæmt skýrslum frá Sameinuðu
þjóðunum fá tveir milljarðar af
þeim 3,7 milljörðum, sem jörðina
byggja, ekki þau 30 gr af eggja-
hvítuefnum á dag í fæðunni, sem
telja má algert lágmark. Þannig er
ástandið nú þegar. Og fyrir árið
2000 verður íbúatala jarðar komin
upp í sex milljarði. Og þá er spurt
að því, hvort hafið geti risið undir
þessari stórauknu þörf fyrir eggja-
hvítufæðu.
Bogdanof svarar því til, að það
sé hægt, ef mannfólkið sjálft hjálp-
ar til. Ef menn hætta venjubund-
inni rányrkju á fiskimiðin en taka
í staðinn upp sama hugsunarhátt
gagnvart fiskveiðum og bændur
hafa gagnvart kornökrum sínum.
Þrátt fyrir stækkun fiskiskipa-
flota og bætta veiðitækni og þá
ekki sízt leitartækni, er aflaaukn-
ingu í raun og veru lokið, ef litið
er á heiminn allan. Á vissum haf-
svæðum hafa stofnar eftirsóttra
nytjafiska rýrnað mjög — hér er
m.a. átt við þorsk, kola, karfa, síld
o.s.frv.
Bæði fiskimenn og vísindamenn
hafa af þessu áhyggjur, leita orsak-
anna og gera tillögur um þann afla,
sem æskilegastur sé. Sovézkir sér-
fræðingar hafa reiknað það út, að
vel mætti veiða 80—100 milljónir
smálesta, en það er nokkurn veginn
sama magn og nú er veitt á ári.
Mikil þörf er á því, að teknar
verði ákvarðanir um hámarksveiði
*
*
*
*
30
- APN