Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 70
68
ÚRVAL
skriðjökla um hundruð þúsundir
ára.
Þjóðgarðar þessir eru við aðalum-
ferðaræðar frá austri til vesturs, og
þar að auki er auðvelt að komast til
þeirra flugleiðis. (Flugvöllur bæjar-
ins Calgary er í aðeins 80 mílna
fjarlægð). Einnig er auðvelt að aka
þangað eftir nýja Trans-Kanada-
þjóðveginum (Þjóðvegi númer 1)
eða ferðast þangað í járnbrautar-
lestum, sem búnar eru sérstökum
útsýnisklefum. Þangað er líka auð-
velt að komast í fjölhreytilegar
skoðunarferðir með hópferðabílum
Margra kosta er völ, hvað nætur-
gistingu snertir. Þar eru bæði ódýr
skýli fyrir göngufólk, tjaldbúða-
svæði, bílagistihús (motel), einbýl-
iskofar og fjallagistihús af ýmsum
Hið óc/leymanlega Louise-vatn, sem
er sannkölluð Mekka allra Ijósmynd-
ara.
stærðum og gerðum. Hægt er að
njóta fjölbreytilegra rétta og hljóm-
leika á kvöldin, eftir að hafa geng-
ið á vit auðnanna.
f fyrstu heimsókn okkar til kan-
adisku þjóðgarðanna ókum við hjón-
in eftir þjóðveginum frá Banff tii
Jasper (þjóðvegi númer 93), en
hann er af mörgum talinn fegursta
leiðin í allri Norður-Ameríku og
einn af stórfenglegustu fjallaþjóð-
vegum heimsins. Við lögðum af stað
frá litla bænum Banff. Það er mjög
fallegur bær með glæsilegum verzl-
unum, sveipaður töfrum gamla
heimsins (honum var gefið nafn
bæjar eins í Skotlandi). Við ókum
36 mílna leið eftir þjóðvegnum upp
að Bogadal, þar sem eru margir
skriðjöklar. Vegurinn lá um ilmandi,
sígræna skóga, engi, sem voru al-
þakin gulum arnicum, bláum lúp-
ínum og eldrauðum blómum, sem
kölluð eru „málarapenslar Indíána“.
Á leiðinni stönzuðum við til þess
að virða fyrir okkur hið risavaxna
fjall, Eisenhowerfiallið, sem áður
hét Kastalafjall. Árið 1946 endur-
skírði Kanada það til heiðurs hin-
um sigursæla hershöfðingja.
Eftir að við höfðum ekið upp í
næstum 6000 feta hæð, tók að halla
undan fæti í áttina til hins unaðs-
lega Louisevatns, sem er hálf önnur
míla á lengd, þrír mílufjórðungar á
breidd og 275 fet á dýpt. Það er í
dal, sem er svipaður og U í laginu,
og hefur hann líklega myndazt í lok
ísaldar fyrir um 10.000 árum.
Louisevatn er inni á milli brattra
fjallatinda, umvafið skógi. Líklega
er enginn staður í gervöllum Kletta-
fjöllum eins vinsæll meðal ljós-