Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 49
BEZTU STUNDIR CHURCHILLS ...
47
var að koma með utanyfirbuxurn-
ar, átti hann það til að kalla á ein-
hvern af riturum sínum og taka til
við að lesa fyrir á ný.
Þegar mér svo loks tókst að koma
Churchill niður í borðstofuna klukk-
an 14 höfðu gestirnir venjulega
beðið yfir klukkustund. Hafði hann
þá afsakanir á reiðum höndum og
kallaði til mín: — Norman, því í
ósköpunum sögðuð þér mér ekki,
að gestirnir biðu?
Klukkan 16 fær Churchill sér
miðdegislúr og liggur í rúminu til
kiukkan 18. Rúm verður að hafa
við hendina, hvar sem hann er
staddur. Meira að segja í járnbraut-
arlestinni, sem hann ferðast með
milli kosningafundanna.
Við einn slíkan síðdegislúr kom
Churchill fólki dálítið á óvart. Það
var á Windsor, en þar hafði honum
verið fengið sérstakt herbergi til
að hvílast í. Hann hafði rétt brugð-
ið blundi, þegar Charles litli prins
var leiddur inn til hans. Churchill
tók alvarlega í hönd drengsins og
talaði við hann stundarkorn — áð-
ur en hann veitti því sjálfur eftir-
tekt, að hann var einungis í skyrt-
unni og nærbuxunum . . . Hirðfólk-
ið umhverfis hann roðnaði og flýtti
sér út með prinsinn.
Klukkan 18 hefst vinnudagur
Churchills á ný, og les hann ritur-
um sínum þá fyrir úr rúminu. Þann-
ig líður tíminn, þar til komið er að
kvöldverði, en þá byrjar aftur bar-
áttan við að koma honum í baðker-
ið á ný og síðan í fötin.
Klukkan 20.30 er hann kominn
niður til kvöldverðar, og þá er hann
venjulega í hinu bezta skapi og
leikur við hvern sinn fingur. Hann
hefur ánægju af góðum mat, svo
sem hvers konar súpum, kjúkling-
um og uxahrygg. Og það hversu
lystugur hann er veldur frú Chur-
chill dálitlum áhyggjum, og á hverj-
um morgni spyr hún mig: —• Nor-
man, hefur Churchill farið í morg-
unleikfimi? En þá verð ég venju-
legast að afsaka húsbónda minn
með einhverju, því að Churchill er
lítið gefinn fyrir leikfimiæfingar.
Um miðnætti fer Churchill upp
í vinnuherbergi sitt á ný, og sezt
við skrifborð sitt. Því næst sendir
hann boð eftir riturum sínum og
les þeim fyrir í rúmar tvær klukku-
stundir.
Það síðasta, sem hann gerir er að
bursta hár sitt, og þau fáu hár, sem
eftir eru á kolli hans, verða að
liggja niður yfir eyrun. — Þannig
á maður að hafa hárið á næturnar,
Norman, var hann vanur að segja.
Á tímabilinu frá klukkan 2—4
slekk ég ljósið hjá honum og læð-
ist út, en þá kallar hann á eftir mér:
— Norman! Augnaleppana mína!
Hann verður alltaf að hafa þessa
tvo svörtu augnaleppa við hendina,
svo að hann geti sett þá fyrir aug-
un, ef sólin vekur hann.
byggist, en ekki, eins og ýmsir nú-
stunda vinnudegi Churchills.