Úrval - 01.09.1971, Page 49

Úrval - 01.09.1971, Page 49
BEZTU STUNDIR CHURCHILLS ... 47 var að koma með utanyfirbuxurn- ar, átti hann það til að kalla á ein- hvern af riturum sínum og taka til við að lesa fyrir á ný. Þegar mér svo loks tókst að koma Churchill niður í borðstofuna klukk- an 14 höfðu gestirnir venjulega beðið yfir klukkustund. Hafði hann þá afsakanir á reiðum höndum og kallaði til mín: — Norman, því í ósköpunum sögðuð þér mér ekki, að gestirnir biðu? Klukkan 16 fær Churchill sér miðdegislúr og liggur í rúminu til kiukkan 18. Rúm verður að hafa við hendina, hvar sem hann er staddur. Meira að segja í járnbraut- arlestinni, sem hann ferðast með milli kosningafundanna. Við einn slíkan síðdegislúr kom Churchill fólki dálítið á óvart. Það var á Windsor, en þar hafði honum verið fengið sérstakt herbergi til að hvílast í. Hann hafði rétt brugð- ið blundi, þegar Charles litli prins var leiddur inn til hans. Churchill tók alvarlega í hönd drengsins og talaði við hann stundarkorn — áð- ur en hann veitti því sjálfur eftir- tekt, að hann var einungis í skyrt- unni og nærbuxunum . . . Hirðfólk- ið umhverfis hann roðnaði og flýtti sér út með prinsinn. Klukkan 18 hefst vinnudagur Churchills á ný, og les hann ritur- um sínum þá fyrir úr rúminu. Þann- ig líður tíminn, þar til komið er að kvöldverði, en þá byrjar aftur bar- áttan við að koma honum í baðker- ið á ný og síðan í fötin. Klukkan 20.30 er hann kominn niður til kvöldverðar, og þá er hann venjulega í hinu bezta skapi og leikur við hvern sinn fingur. Hann hefur ánægju af góðum mat, svo sem hvers konar súpum, kjúkling- um og uxahrygg. Og það hversu lystugur hann er veldur frú Chur- chill dálitlum áhyggjum, og á hverj- um morgni spyr hún mig: —• Nor- man, hefur Churchill farið í morg- unleikfimi? En þá verð ég venju- legast að afsaka húsbónda minn með einhverju, því að Churchill er lítið gefinn fyrir leikfimiæfingar. Um miðnætti fer Churchill upp í vinnuherbergi sitt á ný, og sezt við skrifborð sitt. Því næst sendir hann boð eftir riturum sínum og les þeim fyrir í rúmar tvær klukku- stundir. Það síðasta, sem hann gerir er að bursta hár sitt, og þau fáu hár, sem eftir eru á kolli hans, verða að liggja niður yfir eyrun. — Þannig á maður að hafa hárið á næturnar, Norman, var hann vanur að segja. Á tímabilinu frá klukkan 2—4 slekk ég ljósið hjá honum og læð- ist út, en þá kallar hann á eftir mér: — Norman! Augnaleppana mína! Hann verður alltaf að hafa þessa tvo svörtu augnaleppa við hendina, svo að hann geti sett þá fyrir aug- un, ef sólin vekur hann. byggist, en ekki, eins og ýmsir nú- stunda vinnudegi Churchills.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.