Úrval - 01.09.1971, Blaðsíða 30
28
Morris hafði sultarlaun sem bók-
haldari, en Golda tók heim þvotta
til þess að vinna þannig fyrir dag-
gjöldum Menachems í leikskóla.
Golda undi þessum aðstæðum
ekki vel. Og árið 1928 réð hún sig
til fulls starfs sem ritari Verka-
málaráðs kvenna. Brátt varð hún
einn af fremstu leiðtogum Hista-
drut, verkalý'ðssambandsins, sem
var einnig virkt í landnámi Pale-
stínu. Á vegum þess hlutu fjölda
margir innflytjendur þjálfun og
fræðslu, en Gyðingar streymdu nú
til Palestínu í stöðugt stærri stíl.
Og Histadrut hjálpaði þeim að koma
sér fyrir í nýju húsakynnunum. En
hún varð að fórna hjónabandi sínu
fyrir starfið, og að því kom, að þau
Golda og Morris hættu að búa sam-
an. Hann dó í ísrael árið 1951.
Árið 1947 samþykktu Sameinuðu
þjóðirnar, að Palestínu skyldi skipt
í tvö ríki næsta ár, Gyðingaríki og
Arabaríki. Arabar tóku að búa sig
undir styrjöld, og Golda var send
til Bandaríkjanna til þess að afla
fjár á meðal bandarískra Gyðinga
til vopnakaupa. Leiðtogar Gyðinga
í Palestínu gerðu ráð fyrir, að hún
gæti í mesta lagi safnað 7 milljón-
um dollara í Ameríku. En Golda
æddi um þver og endilöng Banda-
ríkin í hálfan þriðja mánuð, hélt
ræður á 2—3 fundum á dag og
hætti ekki fyrr en henni hafði tek-
izt að safna 50 milljónum dollara,
sem var furðulega há upphæð. Ben-
Gurion varð að orði, þegar hún
sneri aftur til Palestínu: „Einhvern
tíma verður það haft að orði, að
ein Gyðingakona hafi aflað þess
ÚRVAL
fjár, sem gerði okkur mögulegt að
stofna ríki okkar.“
Stofnun Ísraelsríkis var lýst yfir
þ. 14. maí árið 1948. Og Golda var
ein hinna 37, sem undirrituðu sjálf-
stæðisyfirlýsingu ríkisins. Þá grét
hún af gleði.
INNFLYTJENDAFLÓÐ
Ben-Gurion, sem var æðsti mað-
ur bráðabirgðastjórnar ísraels og
varð síðar fyrsti forsætisráðherra
landsins, sendi Goldu til Sovétríkj-
anna sama ár sem fyrsta sendifull-
trúa Israels erlendis. Sjö mánuðum
síðar kallaði Ben-Gurion hana heim
og skipaði hana verkalýðsmálaráð-
herra. Hún gengdi því starfi í sjö
ár. f því starfi sínu hafði hún geysi-
leg áhrif á gang þessara mála, og
þau áhrif eru til frambúðar. Auk
verkalýðsmála sá hún um húsnæðis-
mál og opinberar framkvæmdir og
það á því tímabili, þegar 700.000
Gyðingar streymdu til ísraels, flest-
ir örsnauðir, svo að íbúatala lands-
ins tvöfaldaðist. Hún hrinti í fram-
kvæmd ýmsum atvinnubótaáætlun-
um, svo sem vegagerð og öðrum op-
inberum framkvæmdaáætlunum til
þess að veita fólki þessu atvinnu.
Hún skipulagði fræðslu og starfs-
þjálfun á vinnustað bæði í iðnaði
og landbúnaði. Hún sá einnig til
þess, að hús væru byggð með eins
miklum hraða og framast var unnt,
svo að innflytjendurnir þyrftu ekki
að búa lengi í tjöldum og kofum.
Síðan hefur fjöldi innflytjenda
komizt upp í 1 milljón og 250 þús-
und. Og Golda bendir oft á þá stað-
reynd með stolti, að engin fjöl-
skylda sé húsnæðislaus og ekkert